Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 45

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 45
45 Mentun og menning Á pessu ári komu fyrst til forngripasafnsins gripirnir úr Hóla- kirkju (sjá Fr. 1886, bls. 55); hafði orðið þras um verðpeirra. 25-ára-afmœli forngripasajnsins var haldið 24. febr.; risu pá deilur út af því, hvern nefna ætti stofnanda safnsins, milli blaðanna ísafoldar, er nefndi til séra Helga Sigurðsson (sjá bls. 37) og J)jóðólfs, er til nefndi Sigurð málara Guðmundsson. Enn svo framarlega sem einn mann má nefna stofnanda pess, verður pað Sigurður málari, eins og tekið er fram í Fr. 1874 bls. 51. IX. íslendingar í Vesturheimi. Vesturheimsflutningar héðan um sumarið urðu nokkru minni enn árið áður; pó var talið, að vestur hefði flutst alls petta ár 1160 menn (1044 til Winnipeg), mest að norðan og austan; fóru Norðlingar (100) að koma í júní landveg til Reykjavíkur til útflutnings vegna íssins. fetta ár harðnaði deilan út af Vesturheiins-flutningum bæði hér á landi og vestra meðai íslendinga; var hér einkum mótspyrna móti þeim hjá fáeinum mönnum, enn par stuðningur að peim. Svo bar við um vorið, að mag. Ben. Gröndal í Rvík ritaði bækling «um Vesturheimsferðir» og fordæmdi pær frá sjóuarmiði lands og pjóðar hér, enn taldi pó hins vegar flesta pá mestu óreiðu- inenn, er vestur höfðu flutst, og tilvinnandi að vera laus við pá, kvartaði mjög yfir löstum pjóðarinnar íslensku og bar landkostum Islendingabygða í Vesturheimi og útflutnings- meðalgöngurunum íslensku herfilega söguna. «Öfgar Gröndals» í ritlingi pessum hleyptu Jóni alpm. Ólafssyni af stað; hann var pá nýlega orðinn skrifstofumaður hjá Sigf. Eymundssyni, og skrifaði sem gamall Alaskafari ritling, er hann nefndi: «Eitt orð af viti um Vesturfara og Vesturheimsferðir, og B. G. af- klæddur, hirtur og settur í gapastokkinn*. J>ess parf ekki að geta, að um leið og hann sýndi fram á ýmislegt ranghermi Grön- dals, tíndi hann til flest pað, er hann gat fundið Gröndal til hneisu persónulega; risu óðara meiðyrðamál út úr þessu, stefndi

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.