Tíminn - 06.03.1871, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1871, Blaðsíða 2
2 en gáfnaljósið gulli fegra; andríki, fjör og ástríkt hjarta bjó í sameining í brjósti hans. Svo var tryggð hans sem bjarg í boðum ; stóð hún æ föst þó stormar hvinu. Svo var æfin öll að endurminning, gleymist þeim ei, er gátu hann þekkt. En þótt harmi’ eg sárt, — og harmi fleiri — gleður samt vonin grátið hjarta: Finnumst vjer allir einhverntíma, þars málrófsmenn ei megna neins. * * * Þótt heimsins bitra hryggðar jel mig hreki líkt og strá, far þó samt góði vinur vel, jeg vona þig að sjá. Df. Kn. Ö s k u d agurinn, mef) afleibingum af Sprengikveldinu. eptir Bessa Bessason. I. rAllt, sem ofneyzlumenn eta 'yfii' hóf og þörf er i þeirra eigin ábyryd sagdi Níels neyzlugranni, Þar sem hafið veltir háöldum á land í allri sunnanátt, og eltir þær löðrandi langt upp eptir sljettum sandi ; en þar tekur við sem sandinum sleppir graslendi mikið, er nær til fjalla; þar stóðu mitt á milli fjalls og fjöru tveir bæir, annar allreisulegur, og örskammt á milli, þeir hjetu að S t ó r u og Litlu-Grund, A Stórugrund hötðu optast búið góðir bændur, en fátæklingar á Litlugrund. Nú bjó þar og bláfátækur rnaður ineð konu og syni stálpuðum; en þá sat heima á Stórugrund sjálfseignarbóndi, er átti mik- inn fjenað og nokkrar beztu jarðirnar í sveitinni. Hann var ekkjumaður og bjó með dóttur sinni, hjelt tvo vinnumenn og tvær vinnukonur auk fjósakindar. Þar blöstu við suðri, fimm standþil með útskornum vindhana á hverri bust. Bóndinn á Stórugrund hafði verið gleði- maður mikill, en gjörðist nú gamall og fálátur, og leitaði sjer þá opt, eins og hann kvað sjálfur að orði, gleði sinnar í grænakútnum. Tók hann sjer vissa daga til þess, helzt tyllidaga, og kallaði þá opt á F i 1 p u s frá Litlugrund sjer til sarolætis; hann þókti heldur auðtrúa og fávís, en var mjög raupsamur; og kallaður var hann Filpus M o n t i n - g a r ð u r. Var ekki trútt utn, að G a m- aliel á Stórugrund henti gaman að Fil- pusi nágranna sínum. (Framh. s.). „M.........er mæt mær mínum eptir, smekk kær, hennar vildi jeg, heitt lær, hefíi verið í gær“. „Forláttu mjer fleypriS allt fæ&ist rími& skakkt og halt, því ab andinn er ei vif>, og því sííur mær&ar sni&“. Sag&i skáldib Páll Pálsson. í Nf. nr. 7—8 þessa árs, hefir herra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.