Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 8
12 biðja hana Ingunni að hafa hann út af þjcr; og legg jeg á og mæli jeg um, að allar stúlkur hryggbrjóti þig“. þá segir Særún : „gráttu ekki, Gudda mín ! Jeg veit ekki nema jeg geti lijálp- að þjer um einn poka“. Eptir þetta kemur Steinunn upp með ketilinn, rýkur innar eptir loptinu og býð- ur ekki góðan dag eins og hún var vön. þá segir bóndi: „annaðhvort er nú illt veður í vændum, eða illa liggur á Stein- unni11. Steinunn segir : „hann hefir lengi ver- ið mjer inndæll Oskudagurinn, eða hitt þó heldur“ ! „Hvað heíir hann gjört þjer stúlka“ ? segir Ingunn bóndadóttir. „Það er bezt að spyrja hana Særúnu um það“ segir Steinunn. „Hún helir ekkí svikist um að koma nálægt hlóðarstein- unum í morgun; þvílíkt heíi jeg aldrei sjeð“. Þegar Særún heyrir þetta, fer hún að hósta og ræskja hálsinn; síðan kyrjar hún upp vísuna : „Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, titlingur, galar, krunkar, geltir, hrýn, gneggjar, tístir, syngur. (,Framh, síðar). NOKKUÐ tíli KRUKKSPÁ. (Framh,, sjá f. á. Norðanf. bls. 10). Við árið........ 10. Þá verða tveir sýslumenn í einni sýslu, annar settur, enn hinum vikið frá um stundarsakir. Munu menn þá gjör- ast svo framtakssamir, að þeir semja bænarskrár til stjórnarinnar og biðja um hvern þeirra fyrir sig til að stjórná sýsl- unni; skriía sumir menn undir báðar þessar bænarskrár, og eiga þó í raun- inni eigi nema heldrimenn t. a. m. prest- ar, hreppstjórar, meðhjálpar og synir þeirra, að rita nöfn sín undir aðra bæn- ina. — Þegar bænarskrár þessar koma til stjórnarinnar, brosir hún í kamp og segir við sjálfa sig: „Eigi eru þeir pennalatir enn þá Islendingar, og aumt er að geta eigi hjálpað þeim um báðar þessar hetjur“. — Það mun mönnum er þá lifa þykja merkilegast við þessa miklu framkvæmdarsemi, að hvorugur þessara manna, er beðið verður um, munu á sinni tíð þykja neinu fremri stjettarbræðrum sínum mörgum hverjum. 11. Um þessar mundir verður fjölda af lausafólki stefnt saman — líklega af því að menn verða þá svo iáfróðir í lagalegum skilningi, að þeir kunna eigi að vinna sjer brauð upp á ærlegan máta —, til að láta það verða fyrir fjárút látum, —• þar á meðal ekkjum með börn- um er hvcrgi fá vist —, iyrir óleyfilega atvinnu, og það jafnvel þó sumt af því hafi einhvern tíma fyrrmeir fengið sýslu- mannsleyfi til að vera laust. Munu þá sumir menn segja unr þessi rjettarhöld, „að það sje haldnir fundir á lausastúlk- um“; svona verða menn í þá daga ó- varkárir í orðum. — Eigi er ólíklegt, að út úr þessum lausamannamálum og sveit- arstjórnarmáleínuin, spynnist ýmsar þræt- ur, og taki menn sig svo saman í stór- eflisfjelög og byrji uíanfarir sínar, þang- að er ljós frelsisins brennur betur. (Framh. síðar). Útgelendur: Nokkrir NurtUendingar. Abyrgfcarmafcur: Jónas Sveinsson. Akureyri, 1871, /, Sveinssou,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.