Tíminn - 05.04.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.04.1872, Blaðsíða 1
TIMIMM. 7. blað. Reylcjavík 5. apríl. 1872. — Póstskipið «Diana», fór kl. 6 að morgni hins 24. f. m.; með því tóku sjer far: stiptamt- raaður H. Finsen (í hans slað veitir embæltinu forstöðu á meðan, háyfirdómari Th. Jónassen), með frú sinni og einum syni, sömuleiðis kand. juris Hoskiær, frændi stiptamtm.; fyrrum yfirdóm- ari Benidikt Sveinsson; alþingismaður Egill Egil- sen, Sigfús Eymundsson, Hafliði bóndi Eyjólfsson í Svefneyjum og Sölvi Þorsteinsson frá ísafirði, (hinir 4 síðast töldu í verzlunarerindum); sex skipbrotsmenn af skipinu <'Suberbe», er rak upp í Meðallandi 27. desember f. á., og bóluveiki maðurinn af «Cito», er lagður var til lækninga inn að Laugarnesi, þá orðinn heill heilsu. UM «SP ARISJÓÐI». í öðrum löndum hefir það orðið hinn mesti grundvöllur til velmegunar, að sparisjóðir hafa verið stofnaðir; hinir fátæku og efnalitlu, sem hafa haft dálítið um fram, hafa lagt í sjóBi þessa, og fengið vexti af fje því, sem annars hefði leg- ið arðlaust. Þó að sjóðir þessir gefi litla vexti, bætir það mjög úr því, að þeir leggja vextina við höfuðstólinn til ávöxtunar, við það eykst höf- uðstóllin von bráðar, og munar þá minnstu, þó vextirnir eigi sjeu nema 3 af hundraði. Með því að leggja fje í sparisjóði, venst hinn efnalitli á að spara, bæði að halda skildingum sínum sam- aD, og eiga dálítið um-fram til þess að gn'pa til i viðlögum. Hann venst á, að hafa traust á sjálf- um sjer, til að bjarga sjer, hann venst á að græða, á hagsýni, á atorku, reglusemi og að forðast allt óhóf. Með þessu liggja tveir vegir til auðlegðar, annar að spara, enn hinn að auka arðinn með vinnu sinni. Sá, sem að leggur í sparisjóð, byrjar að ganga fyrri leiðina, og kemst vonum bráðara á hina, og ratar loks á báðum. Erlendis hafa slíkir sjóðir, orðið mikil auðs- uppspretta til velsældar; smáskildingar, sem börn- unum hafa bætzt, hafa verið lagðir í þá, og þeg- ar þeim hefir verið trúlega haldið saman, hafa þau eignast peninga að góðum mun, átt hægra með að komast í veg og minnst þess alla sína æfi, hversu gagnlegt það er, að venja sig á að spara. Menn á bezta aldri, hafa lagt fje í sjóð- inn, og gripið til hans í viðlögum, til að bæta kjór sín. Farlama öldungar hafa opt haft stoð af því í elli sinni, sem þeir hafa lagt í spari- sjúðinn. Sparisjóðimir eru ekki handa auðmönnun- um, sem eiga hægt með að ávaxta fje sitt, þeir taka helzt við smáfje, sem að annars lagi arð- laust, og lána það svo út aptur. I öðrum löndum, eru sparisjóðirnir margar milljónir ríkisdala, og það hefir eigi borið við t. a. m. í Danmörku, að þeir hufi eigi staðið í skil- um, svo er stjórn á þeim orðin skynsamleg og alþekkt. Hver smábærinn á sparisjóð, og í kaup- slöðum sem eru minni enn IVeykjavík, ávaxtast stórir sjóðir. í allri Danmörku standa í spari- sjóðum 59 milljónir ríkisdala. Jafnvel Grænlend- ingar hafa sparisjóði. Hjer á landi er svo mikil peninga-ekla, að öll þörf er á, að öllum smápeningum sje haldið saman, og þeir aptur lánaðir út, til þess aðbænd- ur geti ræktað betur jarðir sínar, og aukið atvinnu- veg sinn. Sje það sagt að landið sje fátækt og peningalaust, þá er ekki langt á að minnast, að fyrir nokkrum árum síðan, mun hafa verið tekið ógrynni fjár inn í jarðabókasjóðinn fyrir ómynd- uga og opinberar stofnanir, móti 3 og 372 af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.