Tíminn - 05.04.1872, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.04.1872, Blaðsíða 3
31 ur ffljög viðkvæmur, fær hún þar af meiri eður minni þvingun, er á stundum orsakar henni ráð- leysi eður æði. Ráðleysi það, eður æði, kemur ekki í einu vetfangi, heldur byrjar það og þrosk- ast smám saman, eptir því sem tilefnið er mikið í sjer, og þetta lætur sig í ljósi með vissum út- vortis einkennum, sem snemma fara að merkjast með næmri eptirtekt, og vaxa eður leiðast því glöggar í ijós, sem skepnan líður meiri þvingun af veikinni. (Framh. síðar). BÓIÍAFREGN. Frá landsprentsmiðjunni er ný útkomið á prent: Æfi- og útfararminning, Guð- mundar próf. Vigfússonar á Melstað, 52 bls. 12. — Útfararminning Dbrm. Vilhjálms Kristins Há- konarsonar í Kirkjuvogi, 42 bls. 12. ■— Smá- munir, eptir Simon Dalaskáld, 24 bls. 12, prent- aðir með fraktúru-letrinu, þótt þarfara væri að kasta letri því í deiglu-djúp letursteyparanna, enn að hneyksla lengur með því eðli fslenzkrar tungu. Smá-munir þessir eru að öðru leyti bet- ur úr garði gjörðir, enn Kjartans ríma eptir sama höfund, þótt vjer því miður getum eigi sagt, að þeir sje iýtalausir. Verð kversins er Htið, og sann- gjarnt, einir 8 sk. — Að endingu ráðleggjum vjer höfundinum, í bróðurlegum kærleika, að lesa skáldskaparrit bæði dönsk og íslenzk, og von- um ef hann gjörir það, að innan skamms komi á prent eptir hann, rímur eður eitthvað annað, með vandaðra orðfæri, enn á stöku stöðum er í Smá-mununum. þORSTElNN SIGURÐSSON. (Drukknaði í júlím. 1871). Brotnar dimmleit brimalda við sanda borin langt of ægi-gráan sjá, hvar feigðarkuml á auðri eyri standa sem illa gróin leiði’ of köldum ná; andlátsstunur báran ber að landi míns burtu horfna vinar sem hún tók, og heljar-dróma döpru reyrði bandi og dreyrga sorgarund hans vinum jók. Opt hafði Þorsteinn áður þunnum fjölum ægilega siglt um kóigu-heið, og bárur skorið biki roðnum kjölum og bauð ei sjöt að lækka seglin breið; enn hjer varð þinnar æfi endi vinur og alvalds höndin bjó þjer leg í sjá, og bára köld, of beinum þínum stynur, nú býr þín önd í hæðum Guði hjá. Eg syrgi þig, því bezta hjarta barstu í brjósti þínu og hræsnislausa tryggð, og bezti vinur vina þinna varstu og vinir sakna þín úr orri byggð. Eitt mig huggar, á það vil jeg minnast, enn þó hvarma döggvi tára-foss: við munum brátt í betri heimi finnast hvar bárur tímans, fá ei grandað oss. Svo minntist vinar VIII. II. 1 Við fólkstalið árið 1870 reyndust heimili á íslandi að tölu 9306, enn mannfjöldin var karl- kyns 33103, kvennkyns 36660, samtals 69763, þar af var talið að 52363 lifðu af landbúnaði, enn 6864 af sjáfarafla, 881 af verzlun, 773 af hand- verkum, 2549 af embættum. Mannfjöldin í Reykjavík var 2024, á ísafirði 275, og á Akur- eyri 314. Við fólkstalið 1860, var mannfjöidin á landinu 66987, það hafði því fjölgað þaulOár- in til 1870 um 2776; á Austurlandi og Vestur- landi hafði þó nokkuð fækkað, enn þeim mun meira fjölgað á Norðurlandi og Suðurlandi eink- um í Reykjavík. í fardögum 1870, var talið að sauðpeningur á landinu væri 352443, nautgripir 18189, og hest- ar 30078, eptir þessu hefir sauðpeningur verið hjerumbil þriðjungi færri enn árið 1853, og naut- gripir og hestar fjórðungi færri. Þiljuskip voru árið 1870, 63 að tölu og voru þau flest við Eyjafjörð; opin skip voru 3092 að tölu. Kornvörur, er fluttar voru til landsins 1869, eru taldar 42787 tunnur, ölföng 433113 pottar, 1) Tokit) eptir stjórnarrábstibindunum 11. n(Sv. 1871.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.