Tíminn - 26.07.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1872, Blaðsíða 2
70 verið vitrari og úr þvi sker sagan. En veit þá alþýða vor, þegar hún dæmir þessa flokka: meiri hiutann og minni hlutann, veit hún þá, segi jeg, hvað hún gjörir og hvað hún dæmir? Hjer er ekki rúm til þess, að gjöra þetta ijóst; ekkert væri þá þarfara, svo almenningur væri ei í leiðslu í þessu alvarlega efni. Jeg vil fyrst nefna stöðulögin. Minni hluti segir: iög þessi eru ei allskostar einsogjeg vildi kosið hafa, einkum að orðatiltækjum; jeg vil ieggja sem beztan skilning í hvert orð þeirra, og þá munu þau nægja þjóð minni til þrifa; verði þessi skilningur ekki viðurkenndur, vil jeg fá því breytt, þegar þar að kemur. Meiri hlutinn legg- ur lögin út eins og þau verða skilin Islandi mest í óhag, og segja svo: jeg lýsi því yflr, að jeg álít lög þessi ei gildandi eða bindandi. En verður hann svo ekki að lifa undir þeim eins og minni hlutinn? hvort er svo skynsamlegra? hvort sæmir betur? Hvaða ráð höfum við, ef stjórniu metur að engu þessar yfirlýsingar? Eptir lögum þess- um þurfum vjer engin afskipti að hafa af neinum málum þeim, sem ekki koma lslandi einu við, og þurfum ekki að kosta einum skilding til sameigin- legra mála alis ríkisins. Jeg þarf ekki betra fyr- irkomulag en þetta er. Ríkissjóðurinn kostar alla yfirstjórn landsins og greiðir að auk til útgjalda i landinu 30,000 rd. fasttillag, og 20,000 fyrst um sinn. Tillag þetta gætum við ailir þegið að væri meira. f>að er ríkisþingið, sem skammtar þetta tillag, konungur getur ei sjálfur bætt það þó hann vildi, og getum við þá hrætt ríkisþingið til að láta meira en það vill láta? t*að er min föst sann- færing, að ef vel hefði verið haldið á lögum þess- um af íslands hálfu, þá hefði það sannast, sem Lehmann heitinn sagði, að þau væru «siagbrand- ur» milli íslands og Danmerkur. 2. frumvarpinu til hinnar sjerstöku stjórnar- skrár, var það svo lítið, sem meiri hl. og minni hl. bar á milli, að það var sorglegt, að ekki gat gengið saman. Ágreiningurinn var mest fólginn i því, að minni hl. vildi sneiða hjá öllu því, sem hann vissi að mundi^verða því til fyrirstöðu, að stjórnarskráin næði samþykki stjórnarinnar, meiri hl. virtist ekkert hirða um þetta. Jeg vil í engu lasta aðferð meiri hl., og allra sízt ætla þeim, sem í honum voru annan tilgang en hinn bezta; hitt ætla jeg mig þora að segja, að stjórnarskrá, eins lagaða og hann fór fram, fáum vjer aldrei og þó vjer fengjum hana, mundi hún ekki gjöra oss sæla. Spurningin er þá, hvort okkur sje það alvara að fá stjórnarskrá. Jeg segi já, og þess vegna fór jeg þá leið, sem jeg fór. Sá annar kostur, sem frumvarp okkar minni hlutans hafði, var sá, að sú stjórn er óumræðilega miklu kostnaðarminni fyrir landið. Jeg heyrði að vísu þá þegar, að sumir möttu þenna kost að engu, en jeg verð allt að einu að meta hann mikils, því ekki veit jeg oss hafa meiri þörf á nokkuru til framfara, en því, að safna og spara fje. Löggjafarþing og full- komin umráð yfir öllu fje landsins eru svo mikil stjórnfræðisleg gæði, að þeim er eigi sleppandi,þó engi önnur gæði fylgdu með, og eigi veit jeg nokkurt þing í heimi hafa spilað þessum gæðum úr hendi sjer eitt einasta ár, annað en alþing vort eða meiri hlutinn. Hver staða getur að hinn leytinu verið aumri en sú, að tala á ráðgefandi þingi með þeirri meðvitund, að stjórnin hræri í öllu og snúi því eptir hugþótta sínum. Hina einu óbreytan- legu reglu í allri stjórnfræði ætla jeg vera þá, að sleppa aldrei af því, sem fæst, hvort sem það er meira eða minna. En ef það er nú að minnsta kosti tvísýnt, hvor betur hafi ráðið meiri hl. eða minni hl., ef mikil stjórnarleg gæði eru misst landinu um styttri eða lengri tíma, einmitt fyrir aðferð meiri hl., gæði, sem hefðu fengist, ef þingið allt hefði verið á sama máli og minni hl., er það þá eigi giptu- munur, að eigi þarf annað en að vera í minni hlulanum til að vera talinn þjóðfjandi, og eigi annað til að vera þjóðvinur, en að segjast vera með meiri hlutanum? Getur nokkur álitið það, sem minni hl. vildi sættast á 1871 lakara en það, sem þingið bað um í einu hljóði 1869? En er það þá eigi of strangt, ef eigi má ganga að nein-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.