Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 1
TWWMll, 21. blað. Reykjavik, 27. September. 1872. — Póstskipið Diana fór hjeðan 5. þ. mán., með því tóku sjer far: Baiersku prinzarnir, Jón John- sen hjeraðsfógeti í Álaborg og frú hans. Stór- kaupmaður Carl Siemsen frá Hamborg, kaupmað- ur A. Thomsen, og 2 Englendingar. Enn fremur sigldu með skipinu 3 stúdentar til háskólans: Guðni Guðmundsson, Indriði Einarsson og Þor- leifur Jónsson. Jens Pálsson kand. theol. brá sjer með því snöggva ferð. — Útskrifaðir af prestaskólanum um næstliðin mánaðar mót: 1. Valdimar Ó. Briem . með 1. aðaleink. 49 tr. 2. Jens Ólafur Páll Pálsson — 1.------47 — 3. Oddgeir Gudmundsen — 1.------43 — 4. Jón Stefán Þorláksson — 2.------41 — 5. Gunnl. Jón Ó. Halldórss. — 2.------31 — 6. Steindör J. Briem . . - 2.------27 — — Útskrifaðir af læknaskólanum 20. þ. mán. 1. Þórður Gudmundsen með 2. einkunn. 2. Júlíus H. Friðrikssen — 2.------ 3. Einar 0. Guðjohnsen — 2.------ ÍSLENZK KIRKJUTÍÐINDI hve nær fáum vjer þau ? Vjer íslendingar erum þar á eptir öðrum þjóðum, því árlega munu er- lendis koma út þess konar rit, er gagna og fræða alþýðu, um það sem árlega gjörist í «kirkjunni», í ýmsum greinum. Hjer eru einnig nóg efni fyrir hendi, í lítið rit árlega, sem vjer hverki nenn- um nje þurfum að telja upp að þessu sinni, því það mun öllum ljóst; einungis viljum vjer minn- ast á þetta efni til að hreifa því, þar vjer vonum að því verði gaumur geflnn innan skamms og að hinir andlegu stjettarmenn leggist á eitt til að koma upp nefndu riti, er mundi verða bæði gagnlegt og fróðlegt, þar sem svo margir ætfu hlut að máli, «því margar hendur vinnaljett verk». En þávildum vjer um leið, skora fastlega á alþýðu að veita ritinu fúslega viðtöku, og sína góð skilríki fyrir andvirðinu, því ella mundi aldur þess ekki stfga hærra en á öðrum tímaritum og dagblöðum vorum, er vjer viljum seinna við tækifæri sýna hve lang- an aldur hafa hlotið. Df. Bn., b. SMÁVEGIS ÚTLENT. — í Bremen var haldin hin þriðja Ttristniboða- ráðstefna, dagana milli þess 7. og 10. maím. næstl. og voruþar samankomnir næstum allirumboðsmenn kristniboðsfjelagsins ásamt forstjórum þess. Hið norska, tvö sænsk, hið danska, tvö hollenzk, það í Berh'n, í Rínfylkjunum, í Basei, í Leipzig, norður- þýzkalandi, og bræðrasöfnuðurinn höfðu sent þang- að beztu menn sína, er tóku þátt í umræðum fundarins. Mikilsvarðandi spursmál viðvíkjandi fræðunum og skírninni, breytni stjórnarinnar við kristniboðarana, að stofna þjóðkirkjur í hinum heiðnu löndum, ástandi eða stöðu kristniboðsskól- anna og kristnum lifnaði, voru borinn upp, rædd og rannsckuð m. fl. og þeir sem á fundinum voru skýrðu frá, er þeir höfðu komizt að raun um. Á uppstigningardag, (þ. 9.) var haldinn al- menn kristniboðshátíð í Frúarkirkju í Bremen, hvar nokkrir menn frá Leipzig, Bremen, Danmörk Basel og Berlín voru kjörnir til þess að halda ræður. Loks samþykkti fundurinn, að dagbök væri gefin út, er skyldi gefa árlega áreiðanlegar skýrslur um það, sem gjörist á samkomum kristn- iboðendanna. Útgáfa hennar var á hendur falin Dr. Grundemann, höfundi hins ágæta kristniboðs- uppdráttar, i hinni gotnesku uppdráttar stiptun. (»Bergens Tidende»)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.