Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 2
86 — í Jönköpiog í Svíþjóð er mjög mikil brenni- steinsspítna verksmiðja sem 1100 menn vinna í. Maður nokkur fjekk með mikilli náð að sjáhana, og segir hann frá henni á þessa leið: «Fyrst sá jeg langa og þykka asparstofna, er voru sagaðjr í sundur í smábúta, 7* álnar *an6ai með kringlóttri sög, sem fer 800 sinnum í hring á hverri mínútu. Síðan eru þeir höggnir í sundur, og börkurinn skorinn af, og búnir undir að heflast, svo verður úr þeim löng og þunn ræma, sem er skorin í sundur í litlar flísir, svo þær komist í stokkana. Þessar flísir, eru nú látnar undir hníf, og í hvert skipti sem hann fellur niður, detta 400 spítur. Hnífurinn fellur 120 sinnum á hverri mínútu, það er hjer um bil 50,000 sinnum á mínútunni, í 10 mínútur hálf millíón, einungis með einungis með einum hnífi. í fyrra kom í allt frá verksmiðjunni 76 millíónir stokkar með hjer um bil 100 spítum í hverjum fyrir sig. í hálfa þriðju mínútu eru spíturnar þurkaðar í ofni, og svo dýft niður í brennisteininn. Ungar stúlkur og börn vinna mest að þessu. Um allt þetta sjer einn læknir, af því vinnan er óheiinæm». (Eptir Berl. Tid.) — Nóttina milli hins 19.—20. júlí í sumar var konungur og drottning Spánverja á ferð í vagni sínum, en alt í einu var þeim veitt banatilræði með skoti einu er ekki hitti þau og komust heil undan; þrír af föntunum náðust, er voru með í þessu verki, og settir strax í fangelsi, viðurkendu þeir þegar tilverknaðinn og gáfu upp marga sam- særis menn; innan skamms voru 40 fangaðir af þeim, og var einn þeirra foringinn fyrir þessum óaldarflokki. («Dagbladet») — í «Fuglsbæk í Harrendrup-sókn», var í næst- liðnum ág. m. seldur brúnn hestur óvanaður, sænskum greifa fyrir 2,100 rdl. Hesturinn var opt áður búinn að innvinna eigandanum með feg- urð sinni hin 1. verðlaun í Óðinsey, en í alt unnið honum inn 1100 rdl. — Sjaldgæfar bækur: Nýlega var í Leipzig seld á uppboði 1. útgáfa af «Ars moriendi* (o: listin að deyja), prentuð 1450, fyrir 9,533 rd. 2 mrk. Önnur sjaldgæf bók «Confessio amantis« (o: játning elskenda) eptir William Caxton, l.útg. var seld á uppboði í Lundúnum, fyrir 670 pnd sterl. Líka var þar seld «Biblia pauperum» (o: fá- tæklinga) fyrir 3146 rd. 4 mrk. Elzta útg. af «op- inberunum sankti Jóhannesar» fyrir 4413 rd. 2 mrk og spil frá 1460 fyrir 3366 rd. 4 mrk. FRJETTIR INNLENDAR. Frá Austfjörðum 22—8—72 . . . "Tíðarfarið er eitthvert hið ágætasta er orðið getur, gras- vöxturinn góður, þurkurinn og nýtingin á heyinu þar eptir; hver vogur og vík krökt af fiski, svo varla þarf annað en fara út á tanga og klappir til að fá í soðið, má slíkt heita að taka hlut á þurru landi. Nú er fiskurinn einnig orðin hjeraðverzl- unarvöru, og eru líkur til, að það örfi menn enn þá fremur til fiskiróðra. Síldarvart hefir orðið hjer að góðum mun, enda eru og útgjörðarmenn- irnir frá Mandal, fyrir löngu komnir til að vitja hennar og hafa þegar fengið hátt á annað hund- rað tunnur, og hefði fengist meir, ef nægur mann- aíli hafði verið. Kaupverzlun varð hjer í sumar hagfeld að öllu samanlögðu, verðlagið á útlendu vörunni hjer um bil þetta; Rúgur 9J/2rd., ertur 1172) h.bygg 127a rd. kaffi 36 sk. sykur 24—26 sk., br.vín á 18 sk. rjól 60 sk. rulla 80 sk.? hveitimjöl, pd, á 10—12 sk. og hrísingrjón. 8—10 sk. Innlenda varan : Hvít ull 66 sk. pd. mislit 44 sk., tólg 20 sk., hákarlslýsi 25 rd. t. fiskur nýdreginn úr sjónum, á 24 sk. lpnd., en af smáfiski og ísu 16 sk. vor- lambskinn 8—12 sk. ... 2 skip voru hjer til lausakaupa annað varfrá «Gránu» að norðan, var aðalerindi þess, að taka á móti hlutum (Actier) Múlasýslubúa til fjelagsins, því menn eru að ganga í það með Norðlendingum, og sagt að hlutin hafi orði að upphæð 11000 rd., og eykur það ekki lítið styrk fjelagsins. Hinn 15.þ.m. kvaddi Askam kaupmaður frá Skotlandi hjer til markaðs á lifandi peniugi, eins og gengið hefir um Múlasýslur í sum- ar, og þannig rakað saman mesta sæg af hestum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.