Tíminn - 07.12.1872, Page 2

Tíminn - 07.12.1872, Page 2
10 til Reykjavíknr, og er enn hjer, en þegar hann borgaði mjer það sem eptir var hjá honum, þá tilgreindi hann mjer að hann hefði greitt Jónasi þennan 1 rd. í þeirri von að hann væri enn nú við blaðið, — því þá var ekki búið að auglýsa afsalsbrjefið, — sýndi eg honum þá auglýsingarn- ar og afsalsbrjeflð, og að Jónas væri þar með al- veg búinn að afsala sjer öllum skildum og rjett- indum blaðsins, svo hinn heiðraði útsölumaður borgaði þá einnig þennan 1 rd. til mín, — svo nú á herra útsölumaðurinn hann hjá Jónasi — og fleiri dæmi má fmna þessu lík. Þar næst talar Jónas um, að þetta afsalsbrjef sje heimildarlaust auglýst af oss, því hann sje höf- undurinn, en allt um það er afsalsbrjefið eign okkar útgefendanna en ekki hans, og hefðum vjer þó aldrei auglýst það, befðum vjer ekki orðið varir við það, sem að framan er greint, og einserblaðið «T í m- in n» okkar eign þó hann hefði verið búinn að borga sjálfur allan kostnaðinn fyrir árið, úr því hann eptir afsalsbrjefinu afsalar sjer, öllum skild- um og rjettindum þess til okkar. Af þessu sjer nú herra Jónas aðjeg og útg. láíum alls engann skilding framar af hendi til hans blaðinu viðkoroandi, þó hann í «Nfara» krefjist þess, því jeg álít að hann hafi fullkomlega borið sitt úr býtum, fyrir ábyrgðina og frammistöðuna, þó ómögulegt sje enn að gjöraþann reikning upp, þar það er enn hulið öðrum en sjálfum honum að mestu leyti. Að endingu vildi jeg ráðleggja herra Jónasi, að láta ekki almenning sjá aðrar eins mótsagnir hverja ofan í aðra koma á prent eptir sig, eins og þessi pistill hans er samanhnoðaður af, því jeg vil ekki fara út í að gjöra hann svo hlægilegann eins og hann ætti skilið, og sýna fram á hvað eina, og sízt nú, í bráðina. Páll Eyjúlfsson, ábyrgðarmaður blaðsins «Tíminn». (Aðsent). (Niðurlag). 3. og 4. gr. höf., sem báðarganga út frá fjenaðarfækkun og tíundarlækkun, eru gagn- teknar af kvíða og barlóm fyrir landsjóðnum og stjettunum; það er annars undarlegt, hve títt tal- aður höf. er á þessari «tiundarlækkun», það er eins og engin skepna geti orðið til í landinu, nema einungis þær sem nú standa uppi í því; höf. má þó vita, að tímgunin er þó enn ekki út dauð; alstjórinn hefir hagað því svo til með skepn- urnar sem annað, að þó ein deyi fæðist önnur, og það koll af kolli, þær fækka heldur ekki roeir fyrir það, þó þær sjeu seldar, heldur en eyði- logðar heima. Bóndinn, sem er fjár síns ráðandi, verður að velja um og ráða, hvert af þessu hann sjer sjer og búi sínu haganlegra. Menn geta því að rjettu lagi ekkert ályktað um neina fjenaðar- fækkun í landinu, þó nokkrar skepnur sjeu seldar út úr því; árangurinn getur öldungis eins orðið henni gagnstæður, og víst hefir hingað til margur með því að selja hross, fjölgað aptur hjá sjer kindum að mun. En það getur höf. þó líklega sjeð, að af þeirri miklu verðhækkun, sem hann er að staglast á, hækkar «taxtinn», þar af vaxa þó tekj- ur af tíundarhundruðunum; eins hinar semmarg- ar eru, sem ekki við koma tíundinni. 5. greinin finnst mjer að svo komnu ekki svaraverð. Loksins kemur höf. með þetta smásmíðislega niðurlag; hann segir að sala arðpenings (allar skepnur eru arðpeningur) út úr landinu, »sje samanhangandi keríja af ógcefu fyrir landió». Þetta litla! mikið veit hann eða læzt vita! hann þykist að sönnu hafa sjeð «fyrsta flokkinn» og jafnframt hina; hann er að sönnu eitthvað efinn í, hvert að nú þegar eigi að banna hana gjörsamlega, — getur hann það þó? — en hann hallar sjer þó núna í bráð heldur að öðru, sem hann kallar mild- ara ráð, sem hann heldur að nokkuð geti stöðvað skaðræðið! honum sýnist tiltækilegra að hrópa: — ekki að sönnu, gef oss morðingjann Barabas lausan, en — gefoss nú þann lausan, sem drepið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.