Tíminn - 07.12.1872, Síða 3

Tíminn - 07.12.1872, Síða 3
11 og sundrað getur öllum okkar frjálsu viðskiptum við aðrar þjóðir, gef oss toll lausan! já, að eins tilfinnantegan toll (I?). Mislyndir eru mennirnir. Fyrir nokkrum ár- um síðan börðust margir enir beztu menn lands- ins í fleiri ár kófsveittir fyrir þvi, að fá banda okkur frjálsa verzlun við aðrar þjóðir, og að af nema þann gífurlega toll, sem legið hefir á verzl- un vorri við þær, og gilt heflr fyrir algjört bann; en nú, ekki að 20 árum liðnum, fara menn aptur að æpa hástöfum eptir tolli, það mun þó að lík- indum vera fádæmi ef ekki eins dæmi um allan heim, að menn afhrópi það verzlunarfrelsi, sem þar hefir þegar náð, undir eins og þeir fara að sjá viðskiptavonina og þar af leiðandi margreynda auðlegð og blessun fara að glæðast. Það dytst þó líklega ekki fyrir höf, hverjir það sjeu, sem þessi hans tollur lendir á, nefuil. bændurnir á ístandi; hann gengur út frá því að reyna með einhverju móti að spilla fyrir þeim kaupunum eða fráfæla þau með öllu, «fátækum er ílest fullboðið»; en sýnist honum þá ekki liggja beinast við, að afbiðja með öllu þessi okkar verzlunarlög frá 1854, en biðja aptur um gömlu 50 dala toll-lögin, eða um verzlun eins og hún var á einokunartímun- um? varla mundu þó lslend. standabetur að vígi, að reisa bú eða ala stjettir sínar en nú, með því að geta selt eina skepnu útlendum og fengið pen- inga fyrir til að gjalda þeim með, því í verzlun- inni fást þeir ekki. Fleira mætti hjer um tala, ref það «Tíminn» leyfði o. s. frv. Bóndi. — í fyrra haust fór kaupmaður herra G. Thor- grímsen þess á leit við mig, að jeg sendi nokkuð af sauðatólg minni á sýninguna í Iíaupmannahöfn. Jeg var að vísu tregur til þess, því jeg gat ekki búist við, að íslenzk tólg næði þar miklu áliti, eptir því sem kaupmenn vorir hafa almennt í orði og verki gjört lítið úr henni. Jeg sá samt, að tilgangur þessa kaupmanns var góður, og því ljet jeg leiðast til, og sendijegtil Reykjavíkur tólgar- skjöld, sem var 47 pund að vigt. Voru stungin af honum 3 pund og send á sýninguna og ávann tólg mín þar lofsorð. Það sem eptir var af skyld- inum bauð jeg kaupmönnum í Reykjavík, en eng- inn vildi gefa einum skilding meira fyrir pundið í þessari tólg en annari sem rniður var vönduð. Þetta eitt með öðru sýnir hve litlar hvatir kaup- menn gefa bændum til að vanda sem bezt vöru sína, því hvernig verður búist við að landsmenn yfir höfuð vandi vöru, meðan kaupmenn vorir ann- aðhvort ekki vilja, eða ekki kunna að meta gæði hennar? Jeg finn mjer skylt að vekja athuga á þessu, og bið því ritstjórn «Tírnans» aðtakaþess- ar línur í blað sitt. Byrtingaholti 12. nóv. 1872. Helgi Magnússon. — í 21. blaði «Tímans» bls. 86, er lofað seinna við tækifæri að sýna hve langan aldur að tímarit vor hafa hlotið, og því viljum vjer sumum les- endum «Tímans» til fróðleiks gefa þeim yfirlit um tölu þeirra og aldur. I. árrit. Bit hins íslenzka lærdómslistafélags, Iímh. 1780 — 1794. 1—XV B. MinnisverS tíðindi. Leirárgörðum 1796—1804, I—III. B. Vinagleði. Leirárg. 1797, I. B. Gaman og Alvara Leirárg. 1798. I. h. Beitistöð- um 1818. II. h. lljálprœði i neyð. Leirárg. 1802? I. h. íslenzk sagnablöð. Kmh. 1816—1826, 1—10. d. Ármann á alþingi. Kmh. 1829—32, 1—4 árg. STtírnir Kmh. 1827 —1872, 46 árg. Fjölnir. Kmh. 1835—37. 1—3. árg. 1839, 4—5. árg. 1843—45, 6—8. árg. og 1847, 9. árg. Búnaðarrit Suðuramtsins Húss- og bústjórnarfé- lags. Viðey 1839, I. B. 1. h. 1843, 2. h. Rvík 1846, II. B. 1. h. Ný felagsrit, Iímh. 1841—64, 1—24. ár. 1867, 25. ár. 1869—72, 26—29. ár. Arrit presta í Syðra-Pórnesþingi. Rvík 1846—47, 1.—2. ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.