Tíminn - 22.01.1873, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1873, Blaðsíða 3
23 r Enskur maður að nafni Loch heflr leigt brenni- steinsnámurnar fyrir norðan, og eru þvi líkindi til, að þær fari að bera landinu arð. Reynslan ein getur skorið úr þvi spursntáli, hvort að stjórnin haíi farið rjett að, þegar hún Ijet þær falar fyrir minna leiguverð en alþingi rjeði til. Menn hafa á því liðna ári gengið úr skugga um, að á Hreðavatni í Mýrasýsiu eru regluleg steinkol, þó nokkuð Ijett, en allt fyrir það hefir ei verið grenslast eptir hvort þau sjeu þaraðmun, og veit enginn neitt um það, en sem komið er. Staður þessi er svo langt frá sjó, að mjög mikil líkindi eru til að lítill ábati (eða ef til vill enginn) geti orðið af þvi að vinna kolin, þó að talsvert væri af þeim, en allt fyrir það, þá er það mikill ávinningur að vissa er fengin fyrir þvi, að steinkol geta fundist hjer á landi, og væri trúlegt að með tímanum gæti fundist náma, er borgaði vinnu- launin. Menn hafa einnig á því liðna ári, veitt þvt' eptirtekt, að í hver einum á Reykjanesi, sem kaliaður er «Gunna», finnst porcelins jörð, og hefir enskur maður lagt drögur til þess, að fá á næsta ári nóg sýnishorn af jörðu þessari til að reyna hana til porcelinsgjörðar. Englendingar sendu hingað í sumar er leið, menn vestur um land til að leita upp járnstein, sem að járn mætti vinna úr, um árangurinn af ferðinni erenn ókunnugtað mestu. Framfarirnar á hinu liðna ári hafa því verið nokkrar, og þó að þær sjeu minni enn vera ætti, eru þær þó þess eðlis, að vjer með von um betri árangur, getum fagnað hinu nýja ári. Vjer viljum sneiða hjá því í þessu yíirliti, að minnast á bókmenntir vorar, því oss er ei kunnugt um, að neinar bækur hafi komið hjer út, sem menntandi sjeu fyrir alþýðu og beinlínis nytsam- ar, nema partur af «A’ýjusögu* P. Melsteðs, sem er ágæt bók, og rítuð með þeim lipurleik og frá- gangi, sem hann er áður kunnur að. «Heilbrigð- istiðindio Dr. Hjaltalíns, þó að rit þetta sje of lít- ið, ætti það að vera í hvers manns húsum, og menn ættu að gjöra sjer hugfastan þann mikla fróðleik og bendingar, sem að hinn lærði læknir ritar fyrir alþýðu svo ljóst og óbrotið, að hver maður getur skilið það sjer til gagns og nyt- semdar. Fyrst að vjer höfum minnstá menntan, verðum vjer að láta þess getið, að Suðurnesja- menn hafa um undanfarin ár lagt mjög mikið fje í sölur til þess að stofna barnaskóla, og hefir nú í haust er leið, komizt á gang barnaskóli á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd, og á Gerðum við Út- skála í Garði. Líka hafa Akurnesingar komið upp barnaskóla með tímakennslu í vetur. Þeir menn sem gangast fyrir þessu, eiga miklar þakkir skilið, og vjer vonum á næsta ári að geta fært lesend- um vorum skýrslur um skóla þessa og aðrar slíkar stofnanir, t. a. m. um skólann á Hvaleyri, sem enn er í undirbúningi, og í höndum þess manns, sem hefir gjört svo mikið til að koma honum í gang. t*ar þetta er nú orðið æðilangt mál, verðum vjer nú fljótt yfir að fara. Árið 1872 liggur á milli aiþinga, og hefir því minna gjörzt í stjórnar- efnum vorum, en þau árin sem alþingi er haldið. Meiri hlutinn á alþingi 1871 hefir setið við sama keip og áður, en minni hlutinn lætur ei til sín heyra að neinu verulegu milli þinga. Hið liðna ár verður þó einkennilegt í sögu landsins við ýms- ar stjórnarskipanir. Oss hefir verið boðuð koma landshöfðingja til næsta árs, með nokkuð auknu valdi, einkum í sveitamálum, og svo að vestur- amtið skuli sameinast við suðuramtið. Vjer höf- um fengið lög um sveitastjórnarmál, póstgöngur, toll af áfengum drykkjum, um stofnun búnaðar- skóla m. fl. Hin nýja tilhögun á sveitastjórnar- málum og póstgöngum, mun varpa þungum á- hyggjum á hið komandi ár, margt mun fara á annan veg en bezt hentar, og það er fyrst, eptir að reynslan hefir kennt mönnum hið rjetta í fram- kvæmdunum, að þau verða að verulegu liði og framförum. Allar athafnir stjórnarinnar á því liðna ári sýna oss beint fram á, að hin brýnasta nauð- syn ber til þess, að vjer íslendingar sem fyrst þurfum að fá löggefandi og fjárveitandi vald. Hvort þetta liggur í skauti hins ókomna tíma er oss hulið, og þar oss ekkigefst kostur á því nú sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.