Tíminn - 21.12.1874, Page 4

Tíminn - 21.12.1874, Page 4
92 heimsku, ósvífni og aðgjörðaleysi? Á það að koma fram sem áður, að í hvert skipti sem til- raun var gjörð að útrýma fjárkláðantim, þá komi fram menn, sem bæði leynt og ljóst reyndu til að spilla fyrir af ýlrasta megni. Til þess að menn eigi misskilji orð vor, vilj- um vjer taka það fram að vjer með þeim hörðu orðum er vjer tölum, ætlum vjer ekki sjer í lagi að kveða neinn áfellisdóm upp, hvort heldur yfir hinum svo nefndu niðurskurðarmönnum eða lækn- ingamönnum, heldur því öfugstreymi sem ávallt hefur komið fram hjá ýmsum mönnum. það sem hefur vantað í fjárkláðarnálinu, eru almenn sam- tök, samkvæmar ráðstafanir, einlægan vilja, og að allir hafi getað lagzt á eitt. Almenningi má standa á sama hvort kláðanum er útrýmt með niður- skurði eða lækningum, og ef of hart er gengið að hinum einstaka með niðurskurði, hlýtur hann að eiga aðgang að endurgjaldi hjá almenningi. Það vita allir, að þeir af landsmönnum sem verið hafa fyrir utan kláðasvæðið, hafa neyðzt til að halda fjárverði og að leggja mjög mikið fje í söl- urnar, alloptast með frjálsum samskotum til þess að varna sýkinni inngöngu hjá þeim. Þetta hef- ur verið hið eina neyðarúrræði sem þeir hafa haft gagnvart sjúku hjeruðunum, sem hafa verið beínlínis orsök til þessa kostnaðar, en ekkert af honum goldið, eða látið á sig hrífa, að allur þorri landsbúa hafi orðið að verja sig á móti yfirgangi af kláðasjúku fje? Á nú aptur að fara gjöra þetta, og ný fjár- útlát að leggjast á saklausa menn, en hinir sem ala fjárkláðann í högum sínum, að byrja hinn nýja sundurlynda leik, sem þeir hafa viðhaft og við- hafa enn, þar sem vart hefur orðið við sýkina? Vjer köllum það leik við kláðasýkina, ef það er satt sem sagt er, að helztu tilraunir með lækn- ingarnar á sýkinni sje að leyta tipp kláðablctt og blett, eins og finnast kann í skammdeginu og smyrja hann með tóbakssósu. Sá blettur, sem flnnst, kann að eyðast, hinir sem ekki sjást flnn- ast eigi, og verða til að viðhalda sýkinni og út- breiða hana á ný. Hið eina meðal við sýkinni er að menn verði á eitt sáttir, hvort heldur niðursliurð eða lœltn- ingar, eða þá heldur sameinaðan niðurskurð og lækningar, eða fækkun á fjenu og svo öflugar lækningar með böðum, sem verður að fara fram almennt og opt á sömu hjörð, með svo stuttu millibili sem verða má, svo að hið siðara bað geti haft framhaldandi verkun af hinu fyrra. Vjer getum eigi nú þegar að kláðans verður vart svo seint á ári, ráðið til almenns niðurskurðar, en álítum hentast að bændur fækki fje sínu og við- hafl almennar lækningar. Svo verða menn og að varna, svo sem unnt er, öllum samgöngum milli sjúks og ósjúks fjár. Vjer höfum orðið svo langorðir um þetta mál, af því enginn hefur hreyfl þvl, og vjer álít- um að velferð alls landsins útheimti að nú sje gengið að því að útrýma kláðanum með oddi og egg. Ef allir leggjast sarnhuga á eitt, gætum vjer Sunnlendingar nú ef til vill, orðið heppnari í öll- um framkvæmdunum en áður, og vjer fáum eigi betur sjeð, en að hið fyrsta sem við þarf er að koma á reglulegri samvinnu í þá átt. þetta gæti sem heppilegast áunnizt með því, að hinar nýju sýslunefndir kæmi sem fyrst saman á fundum og tækju málefni þelta til aðgjörðar, og legðu hrepps- nefndunum fyrir hvað fyrir á taka. Ef sýslu- nefndirnar strax taka málið að sjer til þeirra bráðu aðgjörða sem við þarf, og framfylgi kröpt- uglega þeim ákvörðunum sem gjörðar verða, þá stöndum vjer ekki litlu betur að vígi en áður, og vjer sjáum satt að segja ekki betur, en að það hljóti að vera beinlínis skylda sýslumannanna að kalla þær strax saman. Sje það meiningin, að sýslumennirnir ætli að bíða eptir skýrslum sveitastjórnanna, sveitastjórnirnar að bíða eptir skipun sýslumanns, o. s. frv. eins og áður hefur viðgengizt, þá er allt í sama ólagi og áður. (Aðsenl). AFMÆLI REYKJAVÍKUR er talið að sje 1877, því þá eru þúsund ár liðin frá þvf, að Ingólfur landnámsmaður reisti bæ sinn að föstu á Arnarhóli. Reykjavlkurbúar ættu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.