Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 107
107
og sátu í hálfan mánuð um virkið, enn hinir höfðu vistir œrnar.
Sneru Borgfirðir frá við svo búið. Relatio Guðbrands Arngríms-
sonar eftir traditio segir þetta vera í Heiðarvígasögu. Aðrir segja,
að svo hafi þrengt að matföngum virkismanna, áðr hinir viku frá,
að enginn kostr væri eftir, nema eitt mörsiðr, og í seinasta sinn,
er Borgfirðir sóttu að, hafi einhver af virkismönnum kastað þessu
mörsiðri ásamt grjótinu út í flokk Borgfirða.svo sem til varnar virkinu;
þar af hafi Borgfirðir dœmt, að gnógt vista væri í virkinu, og því
horfið frá, og sé þaðan orðtœkið: „að kasta út mörsiðrinu“. þetta
sagði mér Bjarni heitinn Guðmundsson, dótturson Steingríms prests
þjóðólfssonar. Sömu relatio um mörsiðrið sagði Gísli í Melrakka-
dal þorvaldi Olafssyni; Gísli dó 1672 eða 1673, og skyldi þetta
standa í Heiðarvígasögu; inde Mördísarvatn, Mördísarhæðir af Heið-
arvígum þeim“. — Af þessu sést, að Páll hefir þekt tvær munn-
mælasögur, og hafa báðar þótzt hafa Heiðarvígasögu fyrir sér.
Báðum kemr saman um það, að í Heiðarvígasögu hafi staðið, að
það hafi verið Barði, sem varðist í virkinu eftir Heiðarvígin, og að
Borgfirðir hafi setið lengi um virkið og horfið frá að lokum, enn
aftr á móti ber þeim það á milli, að önnur munnmælin segja, að
Barði og þeir félagar hafi haft œrnar vistir, og Borgfirðir hafi snú-
ið frá, af því að þeir urðu þreyttir á umsátinni, þegar eigi tókst
að svelta virkismenn; enn hin munnmælin segja, að vistir hafi þrotið
fyrir virkismönnum, og segja því næst frá hinni alkunnu sögu um
mörsiðrið. þetta var hið áreiðanlegasta, sem menn vissu um sögu
virkisins á Páls dögum og á næsta mannsaldri á undan Páli.
Af heimildarmönnum hans fyrir munnmælunum um mörsiðrið,
þekkjum vér þorvald Olafsson; hann er nefndr í Byskupasög-
um, II. b., á 685. bls.; hann bjó að Lœkjamóti, og átti Rann-
veigu þorláksdóttur Arngrfmssonar lærða, enn Páll var dótturson
Arngríms; hafa þeir þ>orvaldr því verið venzlaðir og nágrannar.
Gisli, sem sagt er hafi dáið 1672 eða 1673, er mér ókunnr að öðru
enn því, sem hér er sagt; eigi þekki eg heldr Bjarna Guðmunds-
son af neinum öðrum stað, enn þessum, enn móðurfaðir hans Stein-
grímr þ>jóðólfsson var prestr um og eftir 1600 og hefir lifað fram
yfir 1624, þvíað þá var hann prestr í Vestrhópshólum1. Guðbrandr
Arngrímsson er þó merkastr heimildarmanna Páls; Hann var sonr
Arngríms lærða og sýslumaðr í hálfu Húnaþingi. Hann var fœddr
eftir 1628, þvíað þá giftust foreldrar hans Arngrímr og Sigríðr
Bjarnadóttir. það er eigi með öllu víst, nær honum var veitt hálf
Húnavatnssýsla; sumir segja, að það hafi verið 1652, enn Espólín
hyggr, að það hafi verið síðar og eigi fyr en 16702. Hann var
1) Sjá Presta. tal og prófasta á Islandi eftir Svein Níelsson, XIII, 5, 7, 9.
2) Espólíns Árb. VI. d., 147. bls., og VII. d., 65. bls.