Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 29
29 i Landnámu. Um nóttina var eg í Bjarnanesiog þar kyrr þann 21,—23., þvi að eg þurfti að glöggva mig hér á mörgu, gera dagbók mína og eiga tal við séra Jón, sem er allra manna fróð- astr og sögumaðr mikill. Þessa ferð suðr í Hornafjörð fór eg til þess: 1, að koma í Alftafjörð, einkum að Þvottá, til að skoða þar fornar menjar og örnefni, þar sem hinn mikli höfðingi Síðu- Hallr bjó, er sérstaklega viðkoma veru Þangbrands að Þvottá, 2, að fá yfirlit yfir ferð Flosa til Austfjarða, sem mjög var áríð- andi, og 3, að rannsaka um landnám á þessu svæði. — I Horna- firði er mjög fallegt, sléttlendi mikið og mjög grösugt, Austrför Flosa. Þegar Flosi fór heiman, fór hann fyrst frá Svinafelli og austr á Knappavöll. Það er hæfileg dagleið, heldr stutt, enda var þetta um vetr, nokkuru eftir jól. Annan dag fór Flosi til Breið- ár, sem nú er löngu í eyði, sem kunnugt er, enn menn ætla að verið hafi á miðjum Breiðamerkrsandi, sem nú er talinn 9 mílur á lengd. Þetta var mátuleg dagleið, eins og hér stóð á. Þá fór Flosi til Kálfafells (nú Kálfafellsstaðr). Það mun vera einna lengst dagleiðin. Þaðan fór Flosi í Bjarnanes; það er viðlíka dagleið og hin siðast talda. Þá að Stafafelli í Lóni; það er hæg 5 tíma reið. Þessa leið hefi eg sjálfr farið. Þaðan fór Flosi að Þvottá, og er það viðlika löng leið; þar var Flosi 3 nætr, og hefi eg farið þessa leið. Þaðan fór Flosi til Geithella, sem er utarlega í Álftafirði; þá leið hefi eg og farið; þetta verðr styzta dagleiðin. Svo á að skilja söguna, að Flosi hafi verið hér um nótt, því að austr til Berufjarðar er alt of löng dagleið fyrir langferðamenn marga saman um hávetr á úthallandi skammdegi. Síðan fór Flosi til Berufjarðar og er það fullkomin dagleið um þann tíma, sem hér ræðir um, því fara verðr fyrir framan Bú- landstind og svo alt inn í Berufjarðarbotn, sem er langr vegr. Þaðan fór Flosi til Breiðdals i Heydali; þá er að fara yfir Beru- fjarðarskarð, sem er bratt mjög og örðugt, þótt það sé ekki all- langt; þetta er samt hæfileg dagleið. Þaðan fór Flosi á Hrafn- kelsstaði, enn þeir eru ofarlega i Fljótsdalshéraði, næsti bær fyrir innan Hallormsstað; þetta eru tvær dagleiðir og eru á þeirri leið tveir fjallvegir, nefnilega Breiðdalsheiði og Hallormsstaða- háls, sem Flosi hefir hvorttveggja farið; heiðin er um 3 tima hæg reið, enn hálsinn styttri. Hér eru ekki nefndir náttstaðir Fiosa; með engu móti gat hann þó farið þetta á einum degi, enn

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.