Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 33
33 Hitt þykir raér líklegra, að meðal »höfðingja þeir, es at því hurfo«, að setja þing á Kjalarnesi, hafi einnig verið höfðingjar í Borgarfirði. Þá var enn eigi lögákveðin fjórðungaskipun sú, er síðar varð, og hafa menn tal- ið Sunnlendingafjórðung að ná til Hvítár í Borgarfirði. Sést það af því, að Landnáma telur Tungu-Odd með höfðingjum á Suðurlandi. Nauðsýn- in á öflugu þingi hefir einuig orðið þeirn ljós, og þeir því gripið fegins hendi. tækifærið, að sameina sig til þingsins á Kjalarnesi. Þó skal engan veginn fullyrt, að allir borgfirzkir höfðingjar hafi gengið í þenna félags- skap. Þar er hvorttveggja til. Þeir gátu haft mismunandi hvatir til þess. Skal eg hér leyfa mér að geta þess, að séra Eiríkur Briem hefir bent mér á það, að Varmalækjarmenn muni hafa verið tengdamenn þeirra fegða Ingólfs og Þorsteins. Þeir bræður, synir Oleifs hjalta, áttu Laug- arnes og Engey suður (Njála, k. 13.) en þær jarðir voru sem partar af ábýiisjörð Ingólfs sjálfri, og er alls óskiljanlegt, hversu þær hefðu, í lif- anda lífi Þorsteins sonar hans, komist í eign utanhéraðsmanna, nema að erfðum. Það getur varla verið vafi á því, að Oleifur hjalti hefir verið kvæntur dóttur Ingólfs, svo að þeir Þórarinn Ragabróðir og bræður hans, hafa þá verið systursynir Þorsteins. Má þá nærri geta, að þeir hafa sagt sig í Kjalarnessþing. Og þó aldrei hafi aðrir Borgfirðingar verið, sem gjörðu þaðj — sem líklega hafa þó verið fleiri, — þá var það nóg ástæða til að setja þingstaðinn inn á Kjalarnesi. þar hefir hann svo verið þang- að til fjórðungsdómar voru settir og takmörk landsfjórðunganna ákveðin með lögum. En þá var Vestfirðingafjórðungur látinn ná til Hvalfjarðar, og Borgfirðingar þeir, sem sótt höfðu Kjalarnessþing, hurfu þá að sjálf- sögðu til Þverárþings. Þá var ekki lengur ástæða til, að halda þingið á Kjalarnesi, Suðurnesjamönnum og fleirum til óþarfa örðugleika. Þá var þingstaðurinn bezt settur i Þingnesi, og hefir því þá verið fluttur þangað. Þetta sýnist alt að liggja í augum uppi. Og tilgáta S. V. að flutningur þingstaðarins hafi átt sér stað nálægt þeim tima sem fjórðungsdómar voru settir, fær nýja staðfesting af þessum líkum. 2. Hofstaðir heitir bær fyrir austan Hraunshoitslæk. Nafnið bendir á, að þar hafi hof verið í heiðni. Þar leitaði eg hoftóftar, en fann ekki. Ein fornfáleg tóft er þar á túninu, hún er þríhyrnd og allstór: nál. 10 fðm. á einn veg, 8 á annan og 6 á hinn þriðja. Gæti það hafa verið sáðgarður (t. a. m. hvanngarður). Litlu austar eru 2 tóftir samfastar; en þær eru ekki fornlegar. Vera má, að hofið hafi staðið þar, sem bærinn er nú. Að vísu urðu engar byggingarleifar fyrir, er þar var grafið fyrir kjallara í vor. En hann er að eins undir litlum parti af bænum, eins og auðvitað er, svo það er ekki að marka. 3. Skúlastaðir. Svo segir í Landn. (V. 14.): »Asbjörn Ozurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, Alftanes alt, ok bjó á Skúlastöðutm. Nafnið »Skúlastaðir« er nú týnt; 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.