Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 13
15 VII. Tólfahringur. Síra Jón Steingrímsson getur þess, (Safn til. sögu ísl. IV. bls. 53) að í Búlandskirkjusókn eða norðast i Skaftártungu hafi nálægt 1112 eyðilagst 12 bæir af ofmiklu öskufalli. Segir hann að hér sjá- ist húsatóftir og girðingar, sérdeilis á kirkjustaðnum, sem þar skyldi hafa verið, og að plássið, sem þessir 12 bæir voru á, haldi nafninu Tólfahringur. Hvort sem síra Jón hcfir sjálfur séð Tólfahring eða að eins fengið kunnleik um hann frá öðrum, sem líklegra er, þá hefir það verið fyrir 1783. Jarðeldurinn mikli, sem þá kom, breytti mjög landslagi með Skaftá endilangri og þá í Tólfahring líka. Því inn með henni, löngum spöl fyrir innan Svartanúp, efsta bæ í Skaftártungu, heitir enn Tólfahringur. Þar hagar svo landslagi, að afhallandi brekkur liggja ofan frá næstu fjalladrögum og er undir- lendi fyrir neðan all víðlent. A því hefir bygðin verið. En síðan 1783 er það undirlendi alt hrauni hulið og kvíslast Skaftá til og frá um það. Vestasta hvísl hennar liggur með vesturjaðri hraunsins fast upp við brekkurnar og brýtur neðan af þeim. Brekkurnar eru eigi brattar nema helzt efst Þær ei u sléttar að mestu, en þó sund- urskornar af giljum. Þau eru djúp, en þó ekki ný grafin, og eru hlíðar þeirra grasi vaxnar innan víðast hvar. Eitt þeirra er miklu stærst. Það skiftir Tólfahring í tvo hluti: Fremri og Innri-Tólfa- hring. Því er svæðið í heild sinni jafnan nefnt í fleirtölu í daglegu tali og kallað Tólfahringar. Auðséð er, að liér hefir verið fagurt og byggilegt meðan undirlendi fylgdi. Eru brekkurnar mestmegnis grænar sem tún. Þó eru þar víða gamburmosaþústir. Undiriendið er líklegt að víða hafi verið mýrlent og engjar góðar. En þá er öskufallið eyddi bygðina, má gjöra ráð fyrir, að vikur hafi þurkað mýrarnar upp og gjört þær að óræktarmóum. Annars er liklegt að bygð hefði risið hér upp aftur á öldunum fyrir 1783. Síðan er ekki um það að ræða. Eg gerði mér vonir um, að sjá miklar og merkilegar rústir i Tólfahringum. En Runólfur bóndi í Holti á Síðu, sem ólst upp á Búlandi til tvítugs, en er nú 83 ára, sagði mér, að hann hefði oft farið um Tólfahringa, en aldrei séð þar byggingarleifar nema lítil merki á 2 eða 3 stöðum. Samt gerði eg tvær alvarlegar tilraunir að leita þar rústa, og fekk með mér kunnuga menn, sinn mann hvorn daginn, Hvorugur þeirra sagðist að visu geta vísað þar á rústir. En þær gætu samt verið þar, því þeir hefði aldrei farið þar um nema í fjársmölun og ekki haft tíma né tækifæri til að gæta að rústum. Árangurinn varð að eins sá, að eg gekk úr skugga um, að nú eru þar engar rústir eða leifar af rústum. Bæirnir hafa flest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.