Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 5
5 að þakka, að safnið varð til á þeim tíma er það var stofnað, og hon- um bera sömuleiðis fremur öllum öðrum þakkirnar fyrir vöxt þess og viðgang, gagnsemi þess og þýðing yfir höfuð þessi fyrstu uppvaxt- arár þess. Hann lagði grundvöllinn, hann bygði upp undirstöðurnar, hann viðaði að efni, og með skýrslum sínum um safnið og lýsingum sínum á gripum þess gerði hann garðinn frægan innan lands og utan. Safnið var á fyrstu árum þess ýmist kallað »fornmenjasafn«, »forn- gripasafn«, eða »fornmenja- og þjóðgripasafn«. Nafnið Forngripasafn var þó hið algengasta bæði í ræðu og riti og má telja það hið eina lög- lega, þar sem það var notað af stiftamtmanninum í löggilding dag- bókar safnsins 24. júlí 1864 Safnið vargeymt í húsrúmi stiftsbókasafns- ins uppi á dómkirkjuloftinu. Húsrúm þetta var mjög lítið og óaðgengi- legt og í alla staði óhentugt til þess að varðveita í því slík söfn. árið 1868 jókst stiftsbókasafnið tiltölulega mjög mikið, um 4400 bindi; »Forngripasafnið varð þá að víkja, með því að það var yngra, og hafði réttinn minni til húsnæðis þar, en hitt; varð þá að láta flest- alla gripi þess niður i skrínur og hirzlur, eftir því sem við varð komið til að forða þeim eyðingu og flytja þá flesta úr herbergi stifts- bókasafnsins«, og varð Forngripasafnið því húsvilt, stóð uppi hús- næðislaust og fclnust. íslcndingar höfðu þá enn ekki fengið sín eigin fjárforráð og áttu nær allar fjárveitingar til almennra þarfa að sækja á náðir stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, en hún vildi engar nýjar eða auknar fjárveitingar til Islands. Eftir áskorun umsjónarmannanna veittu stiftsyfirvöldin safninu tvívegis lítilfjörlegan styrk til skápa- kaupa og annars, samtals 24 rd. 40 sk., af fé því, sem ætlað var til óvissra útgjalda Islands; lét dómsmálastjórnin þá útborgun standa óraskaða, en bannaði stiftsyfirvöldunum með bréfi 1. júlí 1865 að greiða nokkur þess koDar gjöld úr ríkissjóðnum framvegis1). Umsjónarmennirnir sáu auðvitað þegar í upphafl, að án fjárveit- ingar af almannafó myndi ekkert geta orðið úr safninu; safnið var almennings eign og því ekki við því að búast, og það öldungis ósanngjarnt, að sá kosnaður, sem slík stofnun hlaut að hafa í för með sér, lægi á einstökum mönnum. Þeir knúðu þegar á fyrsta ári, haustið 1863, á náðardyr stjórnarinnar, skrifuðu stiftsyfirvöldun- um, sem studdu mjög vel þeirra mál, og báðu um 300 rd. árlegan styrk úr ríkissjóði handa safninu. En er stjórnin vildi eigi sinna því, skrifuðu þeir næsta haust til forstöðumanns forngripasafnsins í Kaupmannahöfn, konferenzráðs C. J. Thomsens, og báðu hann mæla með nýrri fjárstyrks umsókn við stjórnina, með því þeir vissu að Tíð. um stjm. ísl. II, 191.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.