Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 6
6 hún myndi meta tillögur þess manns meir en nokkurs annars í þessu máli. En alt kom fyrir ekki; fjármálastjórnin var ófáanleg til að veita safninu féð, jafnvel þó að kirkju- og kenslumálastjórnin væri hlynt safninu, — víst mest fyrir Thomsens orð, sbr. bréf hennar 3. febr. 18651). Þó gáfust umsjónarmennirnir ekki upp við málaleitanir sínar í þessa átt; þegar alþingi kom saman næsta ár, rituðu þeir því bænarskrá 7. júlí 18652 * *). Nefnd var sett í málið og það rætt allmikið, og samþykt að senda konungi bænarskrá um styrkveitingu til safnsins8). En alt fór sem fyr. Svarið kom í kgl. auglýsingu til næsta alþingis 31. maí 1867: Bænarskráin gat ekki orðið tekin til greina5). Jafnframt þessum tilraunum við stjórnina um að fá árlegan styrk af ríkissjóði, leituðu umsjónarmennirnir til einstakra manna um einhverja bráðabirgðahjálp, en varð lítið ágengt. Þegar séð var eftir 3 atrennur til stjórnarinnar að safnið gat ekki fengið féð úr ríkissjóði, skrifuðu umsjónarmennirnir 12. des. 1866 áskorunarbréf til almennings um að styðja safnið með fjárframlagi, og fengu fimm al- kunna mentamenn í Reykjavík til að skrifa nöfn sín undir það til fulltingis6). Sendu þeir áskorun þessa víðsvegar um land og báðu menn safna fénu. Árangurinn varð þessi: Samkvæmt skýrslu nefnd- arinnar 11. nóv. 1867, höfðu gjafírnar numið þá samtals 127 rd. 78 sk.. 23. nóv. s. á. hafa samkv. skýrslu þá bæzt við 31 rd. 40 sk. og samkvæmt skýrslu umsjónarmannanna 16. des. 1868, tveim árum eftir að áskorunin hafði verið send út, höfðu þeir fengið þá, í við- bót við það er áður var talið, 26 rd. 9 sk.; samtals verður þá árang- urinn 185 rd. 31 sk.7). Enda þótt bænarskrá umsjónarmannanna og alþingis 1865 hefði ekki tilætlaðan árangur, sömdu þeir nýja bænarskrá til næsta þings 6. júlí 18678), og var þeirri málaleitun tekið vel af alþingi og með- ferðin lík og á þinginu 1865, bænarskrá send konungi um 300 rd. árlegan styrk úr ríkissjóði9), en meðferð stjórnarinnar var einnig söm ‘) Tiðindi um stjm. ísl. II, 143. !) Alþ.tið. 1865, 2., bls. 218—219. s) Alþ tíð. 1865, 1., bls. 189-91, 243-50, 291. *) Alþ.tíð. 1865, 2., bls. 297-99. Ó Alþ.tíð. 1867, 2., bls. 8. 6) Sjá. Skýrslu um Porngripasafn Isl. I., bls. 32—35. ’) Sjá Þjóðólf 20. ár. bls. 7, 16; 21. ár, bls. 36. 8) Alþ.tíð. 1867, 2. bls. 230—32. — Önnur bænarskrá kom þá og til þingsins frá Skagfirðingum um styrk til Forngripasafnsins. •) Alþ.tíð. 1867, 1. bls. 42-44, 410-21; 2. bls. 333-34 (nefndarálit), 336 (at- kvæðaskrá), 534—36 (bænarskráin til konungs).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.