Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 10
10 »að setja sem fyrst einhvern áreiðanlegan mann yfir safnið til hinn- ar daglegu umsjónar, sem bæði gæti þess og sýni það, haldi gripuro þess í reglu, bóki hina innkomnu hluti, bæði þá sem gefast og hina, sem keyptir verða, og semja á sínum tíma skýrslu yflr þá«. — Þetta alt hafði Sigurður nefnilega gjört. — Stiftsyfirvöldin munu eigi hafa þózt geta tekið þessa ósk Jóns Arnasonar til greina, og er auðséð hverja ástæðu þau hafa haft til þess: safninu voru engir peningar ætlaðir, og það var ógjörningur að fara fram á það við nokkurn mann að taka slíkan starfa að sér launalaust. Umsjónarmenn Forn- gripasafnsins höfðu ekki snúið sér til alþingis sumarið 1873; safninu voru þá, eins og tekið var fram, áætlaðir 200 dalir það ár, og þeir höfðu búist við að sama upphæð myndi verða veitt 1874, en það brást, safninu var ekki áætlaður 1 eyrir það ár. Jón Arnason skrif- aði því stiftsyflrvöldunum annað bréf 10. okt. 1874 og bað þau að útvega hjá landshöfðingja 100 rd. styrkveitingu handa safninu til nauðsynlegastu og bráðustu þarfa þess það ár, og fyrir meðmæli stiftsyfirvalda, 17. nóv., veitti landshöfðingi safninu 100 rd. — 200 kr. — styrk 5. des. s. á., af fé því sem áætlað hafði verið til óvissra útgjalda á því ári. Við lok næsta árs, 1875, voru enn eftir af þessum 200 kr 06 kr. 42 aur., sem Jón Árnason mæltist til 29. apr. 1876 að sér yrði veitt í þóknunarskyni fyrir alt ómak sitt í safnsins þarflr, einkum síðasta 1l/2 árið, síðan Sigurður féll frá, og veittu 8tiptsyfirvöldin honum þá bón með bréfl 2. júní 1876. 3. Safniö undir umsjón 3óns nrnasonar og 5ig. Digfússonar. Raknar nr fjárþrönginni er þjóðin verður fjár síns ráðandi. — Safnið flutt í borgara- salinn 1879 og alþingishúsið 1881. — Yfirlit yfir fyrstu 19 árin. Þegar hér er komið sögunni var fjárhagur safnsins orðinn nokkru betri. Landið var orðið sjálft fjár síns ráðandi og alþingi löggefandi í þeim efnum. Það hafði árið 1875 áætlað Forngripasafninu í fjár- lögum fyrir næsta fjárhagstímabil, 1876—77, 400 kr. á ári til gripa- kaupa og ennfremur til umsjónarmanns þess 100 kr. á ári. Af hin- um áætluðu 400 kr. á árinu 1876 hefir safninu þó samkvæmt reikn- ingi umsjónarmanns þess yfir tekjur og gjöld þess það ár ekki verið útborgaður nema helrningurinn, 200 kr. Alþingi 1877 áætlaði Forn- gripasafninu sömu upphæð á næsta fjárhagstímabíli, 400 kr. til gripa- kaupa og 100 kr. til umsjónarmanns, og voru þær upphæðir útborg-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.