Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 18
18 Frú Anna Thorlaáus í Stykkishólmi: Eftirmynd lítil af gamla vefstólnum (nr. 1208). Þorsteinn Þorsteinsson á Ytra Hvarfi: Hellusöðull og reiði, söfn af hnöppum og millum, og margir aðrir íslenzkir gamlir gripir (nr. 1230-1578). Pétur Jónsson í Reykjahlíð: Kertagrind tinuð, úr járni (nr. 1580). Sveinn Sveinsson búfræðingur: Drykkjarhorn o. fl. (nr. 1592—94). Þetta ár voru keyptir margir góðir gripir úr silfri: Bikar Sig- urðar landskrifara (nr. 1227), beltispör (nr. 1586 og 1620), möttul- skildir (nr. 1587 og 1610), festi (nr. 1588), deshús (nr. 1608), beltis- stokkar (nr. 1609 og 1611) o. fl. 1878. Einar Guðnason (sbr. 1876): Átta gamlir gripir (nr. 1629—36). Sigurður Vigfússon forstöðumaður safnsins: Forn spjótsoddur (nr. 1644). Margir aðrir gáfu og gripi þetta ár. Keyptir voru ýmsir góðir gripir: Fléttusaumsábreiða frá 1721 (nr. 1626), silfurskeiðar (nr. 1652, 1660), silfurhálsfestar (nr. 1661—62), hjónaskál (nr. 1676). 1879. Helgi Helgason í Vogi og Einar Guðnason gáfu báðir fornar hófhringjur úr bronzi (nr. 1696 og 1700). Snorri Pálsson á Siglufirði og Einar Guðmundsson á Hraunum gáfu báðir gamla íslenzka hnakka (nr. 1702 og 1703). Helgi Sigurðsson prestur á Melum: Altarissteinn, hurðarhringur og krossmark úr Melakirkju (nr. 1720—22). Keypt voru m. a. silfurbelti (nr. 1701, 1724 og 1725), hempu- 8kildir(nr. 1708), silfurkambur (nr. 1712), kistastór, járnbent (nr. 1713), silfurskeið (nr. 1718), merkur hökull frá Þingeyrakirkju (nr. 1719), rafsteinasörvi (nr. 1723). 1880. Lárus sýslumaður Blöndal á Kornsá: Kornsárfundurinn (nr. 1774—1784)1). Þorleifur prestur Jónsson í Presthólum: Skrifborð Ólafs Stefáns- sonar stiftamtmanns og Magnúsar konferenzráðs, sonar hans (nr. 1805). Jónas prestur Hallgrímsson á Hólmum: Þrír útsaumaðir gamlir reflar (nr. 1808—10). Af öðrum gripum er safninu bættust þetta ár má ennfremur nefna: Silfurbikar (nr. 1785) og fleiri gripi úr silfri, svo sem must- arðsker (nr. 1786), deshús (nr. 1788), tóbaksdósir Boga Benediktssonar á Staðarfelli (nr. 1789), loftverksbelti (nr. 1824), útskorinn skápur (nr. 1834), vatnsdýr (vigsluvatnskanna) frá Holtastaða-kirkju (nr. 1854). Haugavaðsfundur (nr. 1837—53)2). ‘) Sjá Árb. 1880—81, bls. 57—64. *) Sjá Árb. 1882, bls. 47 o. s. írv.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.