Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 21
21 sem það þó að öðru leyti ekki vildi sinna; veitti þingið 500 kr. á ári. Sigurður Vigfússon safnaði á ferðum sínum miklu af gripum eða upplýsingum um þá og sá þegar, að safnið varð að hafa miklu meira fé til gripakaupa, ef að verulegu gagni ætti að verða og nauð- syn bar til, svo að ekki gengi því meira af góðum gripum út úr landinu. Hann sótti því um að fá þessa fjárveitingu hækkaða um helming á þinginu 1885, en ekki vildi þingið þó þá þegar ganga svo langt, enda þótt tillaga kæmi fram um það i þinginu, heldur lét það nægja að auka fjárveitinguna um 200 kr., og var tekið fram, að þessar 700 kr. væru til gripakaupa »og áhalda«. En næsta þing bætti einnig úr skák í þessu efni og veitti eftir tillögu fjárlaga- nefndarinnar í neðri deild 1000 kr. »til að útvega forngripi*; auð- vitað var þetta gert eftir beiðni forstöðumanns safnsins; þingið kunni að meta orð hans og störf svo mikið, að það sá að óhætt var að fela honum meðferð nokkurra hundraða króna til þess að auka og bæta þá stofnun, er meira og meira varð þjóðinni til sóma. Þessa fjárveitingu fékk safnið síðan í 24 ár (1888—1911). Fyrir umsjónina veitti alþingi ætíð 200 kr. á ári hvort áranna 1882—91. Á þinginu 1891 kom fram bæn frá Sigurði Vigfússyni um að þessi þóknun yrði hækkuð upp í 500 kr. Þingið lét nægja að hækka hana þá um helming og veitti 400 kr. hvort árið 1892 —93; en þessa fjár naut Sigurður lítt, hann andaðist úr lungnabólgu 8. júlí 1892. Hafði hann þá verið einn forstöðumaður safnsins ÍOl/3 ár og formaður Fornleifafélagsins síðustu 5 árin. Sem framhald af skýrslunni hér að framan um vöxt Forngripa- safnsins fyrstu 19 árin sýnir eftirfylgjandi skýrsla vöxt þess þau ár, sem það var undir hinni ötulu stjórn Sigurðar fornfræðings Vigfússonar: Gripir fengnir Keyptir Sam- Tala gripa okeypis gripir tals við árslok 1882 89 42 131 2173 1883 2721) 38 310 2483 1884 43 70 113 2596 1885 58 76 134 2730 1886 68 90 158 2888 1887 39 71 110 2998 1888 40 150 190 3188 1889 51 129 180 3368 1890 50 103 153 3521 1891 37 72 109 3630 1892 50 110 160 3790 ‘) Þar á 797 meðal 177 mvntir, 951 af 249 myntnm, iknar inn i tölurö 1748 sem Hilmar Finsen gaf safninu þaö ár, og sem hafa verið flestar t( ð safnsins.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.