Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 23
23 1883. Þórður Guðjóhnsen á Húsavík: Könnulok úr silfri (nr. 2175) og róðukross frá Húsavíkur-kirkju (nr. 2397). Þjóðmenjasafn Danmerkur: Eftirmynd af Valþjófsstaðar-hurðinni (nr. 2190)1). Hilmar Finsen: Um 250 myntir og glerbikar Skúla fógeta Magnússonar (að sögn, sbr. nr. 2191—2368). Hannes Johnsen: Kvenhempa og skauttreyja (nr. 2374—75). Guðm. Thorgrimsen kaupm. á Eyrarbakka: Minnisbikar úr silfri gefinn Jóni Hjaltalín landlækni (nr. 2376). Jón Þórðarson bóndi í Eyvindarmúla: Framhlið af staðarkist- unni gömlu trá Skálholti (nr. 2437)2). Teigs-kirkja: Krists-likneski (»Ecce homo«) og Andrésar-líkneski (nr. 2440—41). Kirkjan á Breiðábólstað í Fljótshlíð: Paxspjald(?) samsett af út- skornum myndum úr rostungstönn og Kristsmynd gylt og smelt (af krossi, nr. 2444—45). Herm. E. Johnsen sýslumaður: Ljósberi Skálholtsbiskupa (nr. 2449). Reykhóla-kirkja: Hökull útsaumaður (nr. 2458). Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson og Pétur Eggerz: Kista Staðarhóls-Páls (nr. 2461). Þetta ár bættist safninu ennfremur ókeypis fyrir samskot margra manna: Ágæt eftirmynd af sextánsessu þeirri, er grafin var úr haugnum hjá Gauksstöðum við Sandfjörð í Noregi. Af keyptum gripum má nefna: Hellusöðull (nr. 2405), púns- skeið úr silfri (nr. 2477); margir aðrir góðir gripir voru keyptir þetta ár. 1884. Jóhannes Sigfússon, nú adjunkt í Reykjavík: Látúns- búinn reiði með miklu verki (nr. 2567). Gunnar Halldórsson bóndi í Skálavík: Forn hárgreiða úr beini (nr. 2582). Benedikt Jónsson á Auðnum í Þingeyjarsýslu: Forn spjótsoddur (nr. 2583). Ludvig Hansen í Reykjavík: Búningur af fornum hökli frá Sauðlauksdal (nr. 2585). Merkastir þeirra gripa, er keyptir voru til safnsins þetta ár, eru: Forn hökulkross, gullsaumaður, frá Saurbæjar kirkju á Kjalar- nesi (nr. 2539). Sprotabelti úr silfri, skarband og silfurkanna (nr. 2573—75). Skálholtskaleikur (nr. 2596). ‘) Sjá Árb. 1884—85, bls. 24—37, m. mynd. 2) Sjá Árb. 1894, bls. 39—40, m. mynd.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.