Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 24
24 1885. Af þeim mörgu gripum, er safninu bættust ókeypis þetta ár má nefna Bergþórshvolsfund (nr. 2714—30), m. a. hinar merkilegu skyrleifar1). Af keyptum gripum eru kirkjugripirnir frá Odda merkastir, 3 höklar, 2 altarisklæði og 4 brúnir, og 2 útskornir myndaflokkar (nr. 2664—74). Ennfremur má nefna gamlan útskorinn eikarstói (nr. 2702). 1886. Synir Bjarna amtmanns Thorsteinssonar, konferenzráðs, Arni landfógeti og Steingrímur, nú rektor: Einkenniskorði, -hattur og -búningur Bjarna amtmanns, o. fl. gripir (nr. 2770—81, 2785—90, 2800-2801, 2813—15). Benedikt prófastur Knstjánsson í Múla: Tvær útskornar skála- stoðir (eða vindskeiðar? nr. 2799). Andrés Fjeldsted á Hvítárvöllum: Spegill með útskorinni umgjörð (nr. 2821). Isafjarðarkirkja: Altaristafla og prédikunarstóll (nr. 2830—31). Keyptir voru m. a. 2 vínbikarar úr silfri (2746 og 2758), útskorin kista íslenzk (nr. 2794), 2 skírnarföt (nr. 2795—96), Flugumýrarhök- ull með fornu gullsaumuðu handlíni frá Iíólum (nr. 2808), samfella útsaumuð af Guðrúnu dóttur Skúla fógeta Magnússonar (nr. 2868). 1887. Frú Steinunn Melsted, dóttir Bjarna amtmanns Thóraren- sens: Gfullhringur með mynd Maríu meyjar, heflr að sögn Boga Benediktssonar á Staðarfelli fyrrum tilheyrt Brynjólfi biskupi Sveins- syni (nr. 2948). — Kistill eftir Vigfús Thorarensen sýslumann (nr. 2954). Frú Marin Lárusdóttir í Reykjavík: Skafrak með miklum út- saumi (nr. 2961). Af keyptum gripum þetta ár eru þessir helztir: Silfurskeiðar 2 (nr. 2889, 2969), sykurker úr silfri (nr. 2917), silfurbelti (nr. 2952), fornt sverð (nr. 2982). 1888. Kirkjan í Bœ á Rauðasandi: Utskorinn prédikunarstóll (nr. 3079). Ari Finnsson bóndi í Bæ á Rauðasandi: Krossofinn refill, mjög merkur, o. fl. (nr. 3080—82). Einar Jónsson trésmiður í Reykjavík: Islenzk fiðla (nr. 3188). Af þeim 150 gripum, er keypti voru, mánefna: Silfurskeið, er að sögn hefir tilheyrt síra Hallgrími sálmaskáldi Péturssyni (nr. 3006), silfurbikar (nr. 3008), silfurkanna úr eigu þeirra feðga Vigfúsar og Bjarna Thórarensen (nr. 3009), silfurbelti (nr. 3011), mjög gamalt vasa- *) Sj4 Árb. 1887 og viðbæti.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.