Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 26
26 Sigríður Sigfusdóttir húsfrú á Arneiðarstöðura: Forn hanzki, brugðinn, jarðfundinn (nr. 3405)1); forn nál og plata úr bronzi (nr. 3406—3407). Einar hreppstjóri Gíslason í Hringsdal í Arnarfirði: Þrír fornir steinlampar (nr. 3430—32). Ólafur Ingimundarson í Byggarði: Forn bronzispenna (nr. 3464). Magnús Magnússon bóndi í Skaftárdal: Silfurbikar Jóns biskups Vídalíns (nr. 3470). HallormsstaðarkirJcja: Péturslíkneski og altarisstjakar (nr. 3483). Keyptir: Tinaskur gamall, hefir tilheyrt Guðbrandi biskupi Þorlákssyni (nr. 3394), rúmtjöld og refill frá rúmi Páls lögmanns Vídalíns (nr. 3395) o. fl úr bans búi; silfurskeiðar (nr. 3399, 3434 og 3459), tóbaksdósir úr silfri (nr. 3403), silfurbelti (nr. 3404), silfur- bikar (nr. 3415), púnsskeið úr silfri (nr. 3416), silfurborðbúnaður í hylki, vinskál, skeið, borðhnífur og gaffall, hefir tilheyrt Guðbrandi biskupi Þorlákssyni (nr. 3417), kvensöðull með spönsku leðri og lát- únsbúinn reiði, merkur (3418—19), altaristafian frá ögri, stórmerkur gripur, og kaleikur í gotn. stýl þaðan, ennfremur 2 höklar, altaris- klæði og -dúkur, og máluð mynd af Markúsi sýslumanni Bergssyni (nr. 3435—41), hökull með merkum útsaum frá Njarðvíkurkirkju í Norður-Múlasýslu (nr. 3460); stór hægindastóll útskorinn, sem hefir tilheyrt Markúsi presti Snæbjarnarsyni í Flatey (nr. 3480), Jóhannes- arlíkneski guðspjallamanns frá Flateyjarkirkju (nr. 3481). 1891. N. Ch. Gram konsúll á Þingeyri: Döggskór forn úr bronzi (nr. 3582). Frú Steinunn Vilhjálmsdóttir í Kirkjuvogi: Útskorinn kistill (nr. 3584). Húsfrú Elísabet Siqurðardóttir á Hallormsstað: Forn tygilhnífur (nr. 3606). Keyptir: Silfurskeiðar (nr. 3522, 3626), silfurbelti (3527, 3598— 99, 3605), handlína frú Sigríðar, konu Jóns biskups Vídalíns, með merkilegum útsaumi (nr. 3529), skírnarfat úr messing frá Hvamms- kirkju í Norðurárdal (nr. 3533), annað frá Árbæ í Holtum (nr. 3569) og fleiri gripir þaðan (nr. 3570—71), flaska og glas, fyrrum í í eigu Jóns biskups Vídalíns, falleg, úr slípuðu og lituðu kryst- allsgleri (nr. 3602), skrín fornt og enn með nokkrum búningi, úr Valþjólfsstaðakirkju (nr. 3612)2), útskorinn bekkur, stóll í skel- stýl með gyllileðri, o. fl. frá sömu kirkju (nr. 3613, 3615—16), mynda- flokkar úr fornri, enskri alabasturstöflu frá Hitárdalskirkju (nr. 3617 ‘) Sjá Árb. 1895, bls. 34-35, m. mynd. *) Sjá Arb. 1899, bls. 35—37, m. mynd.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.