Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 29
29 Vigfússon; nær það frá miðjum júní til miðs nóvembers það ár. Þessi eyða i skýrslurnar kom sér enn ver af því að nær því allir gripir safnsins, og þeir voru um 4000, — voru alls ekki með við- festum tölumerkjum. Á gripi þá, er prentuðu skýrslurnar náðu yfir, virtist hafa verið sett tölumerki, en flest svo lauslega, að þau höfðu tínst eða orðið ólæsileg; á þá gripi, er komið höfðu frá þvi árið 1876, höfðu aldrei nein tölumerki verið sett. Flestir gripirnir voru því allsendis ómerktir og yfir J/4 þeirra vantaði skýrslu. Það er bersýnilegt, hversu stórbagalegt þetta var, og Pálmi Pálsson sá að svo búið mátti ekki lengur standa, það var bráðnauðsynlegt að koma góðri reglu á safnið. Fyrst og fremst varð að merkja hvern hlut með hans rétta tölumerki, en það var miklum erfiðleikum bundið að komast fyrir í hverri röð gripirnir höfðu til safnsins komið. Um leið og gripirnir voru merktir og skráðir í skýrslu þurfti helzt að gjöra lýsingu af þeim og geta ýmislegs þeim viðvíkjandi. Loks þurfti að raða öllu safninu á ný og skipa því að mestu leyti öðru- VÍ8Í niður en áður hafði verið gjört vegna hinnar miklu viðbótar síðan því var raðað í þessum húsakynnum þess 1881. Pálmi bað því landsstjórnina í áðurgreindu bréfi um að áætla 800 kr. á ári næsta fjárhagstímabil (1894—5) til þess að koma betra skipulagi á safnið, umfram þær 400 kr., sem áætlaðar voru árlega fyrir um- sjónina. Stjórnin (laudshöfðingi) tók vel undir þessa málaleitun og áætlaði í fjárlagafrumvarpi sínu hina umbeðnu upphæð1), en alþingi 1893 veitti 600 kr á ári næsta fjárhagstímabil til þessa. Fóru nú bréf milli landshöfðingja og forstöðumanns safnsins um þessa fjár- veitingu og starf það er hún var ætluð fyrir; tókst forstöðumaður- inn starfið á hendur, og í bréfi til landsh. 22. okt. 1894 telur hann hinum erfiðasta og viðsjálasta hluta skrásetningarinnar lokið, en í ársbyrjun 1896 kveðst hann (í bréfi til landsh. 24. jan.) hafa lokið skrásetningunni og tölusett gripina; skýrir hann og um leið frá hversu hann hagaði verkinu svo að sem mest trygging væri fyrir því að skráin yrði rétt. Hann hafði nú framkvæmt það starf, er hanu samkvæmt fjárlögunum skyldi leysa af hendi fyrir hinar áætl- uðu 1200 kr., en í rauninni var því starfi ekki lokið, er hann hafði viljað að framkvæmt yrði, nefnilega gjöra skýrslu með lýsingum gripanna fyrir árin 1876 til 1881, framhald hinnar prentuðu skýrslu til þess tíma er Sigurður Vigfússon tók við og gerði skýrslur og lýsingar sínar. Það starf ætlaði Pálmi Pálsson sér að inna af hendi smám saman síðar meir, eða sínum eftirmanni, en það starf er þó óunnið enn. Þau ár er Pálmi veitti safninu forstöðu gjörði hann 9 Sj4 Alþ.tið. 1893 C., bls. 14 og 33-34.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.