Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 30
30 ágætar skýrslur um gripi þá, er til safnsins komu árlega; eru lýs- ingar þessar allnákvæmar, og má af þeim sjá hversu hann ætlaði að hafa skýrslurnar fyrir árin 1876—81, og að það var stórum baga- legt fyrir safnið að eigi auðnaðist að fá það starf framkvæmt. Laun þau, sem veitt voru fyrir umsjónina með safninu, voru svo lítil, að fyrir þá þóknun varð ekki krafist mikils starfs af umsjónarmannin- um, hann varð að hafa aðallega annað starf á hendi, til þess að geta séð fyrir sér og sinum, og hafa störfin fyrir Forngripasafnið i hjáverkum. Safnið var nú orðið svo stórt og var svo óunninn og óræktaður akur, að bersýnilegt var, að mikið verk þurfti að leysa af hendi, ef safnið átti að koma að verulegu gagni fyrir land og lýð, og fyrir fornfræðisleg og þjóðfræðisleg vísindi yfirleitt innan lands og utan. Þetta alt var Pálma Pálssyni fyllilega ljóst, og hann sótti því árið 1895 um að veittar yrðu 800 kr. árlega fyrir umsjón- ina. Fengi hann þá þóknun, hugðist hann mundu geta samið góðar lýsingar af þeim hlutum, er safnið hafði fengið áður en hann tók við því, og sem engar lýsingar voru honum vitanlega til á. Hann mun og hafa ætlað sér að semja og láta prenta leiðarvísi fyrir þá, sem skoða vildu safnið, með lýsingum af helztu gripum þess. Stifts- yfirvöldin og landshöfðingi mæltu með umsókn Pálma, og stjórnin áætlaði upphæðina í fjárlagafrumvarpi sínu, er lagt var fyrir þingið 18951). Alþingi sá vel, að safnið var orðið mikils virði fyrir þjóð vora og visindin og að hér var fjárveitingarþörf, og engu síður viðurkendi það hæfileika forstöðumannsins til að starfa fyrir safnið. Þingið veitti honum því 200 kr. persónulega viðbót á ári við hina venjulegu 400 kr. þóknun og áætlaði honum 400 kr. fyrra árið (1896) til þess að semja og undirbúa undir prentun leiðarvisi fyrir þá er skoða vildu safnið, og ennfremur áætlaði það safninu 200 kr. meira á ári en að undanförnu, til þess að leiðarvísir þessi yrði gefinn út á þess kostnað; skyldi hann koma út á íslenzku og ensku og vera með myndum. En alt fór þetta á aðra leið en ætlað var. Pálmi Pálsson var 7. nóv. 1895 skipaður fastur kennari við lærða skólann og voru störf hans við það embætti bæði mikil og ósamrýmanleg við umsjón hans með Forngripasafninu, ef dyggilega skyldi unnið að hvoru- tveggju. Sagði Pálmi umsjón safnsins af sér um vorið 24. apríl næsta ár, og þótti mönnum það ilt, að safnið skyldi ekki geta notið hans lengur. Stiftsyfirvöldin auglýstu sýslan þessa við safnið lausa, en er enginn sótti um hana, sem þau álitu heppilegan, báðu þau Pálma halda henni áfram. Hann afturkallaði þó ekki uppsögn sína ‘) Sjá Alþ.tið. 1895 C., bls. 15 og 34.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.