Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 31
31 og leið svo fram til þess að umsóknarfrestur var úti. Þá lét Pálmi loks tilleiðast fyrir margra manna orð, að sækja um sýslanina aftur, en þá töldu stiftsyfirvöld það um seinan; munu þau þá hafa verið búin að heita henni öðrum. Urðu úr þessu nokkrar blaðadeilur, sem hér skal ekki farið nánar út í1). Pálmi fór frá safninu 1. okt. 1896, eftir að hafa verið við það liðug 4 ár. Eftirfarandi skýrsla sýnir vöxt safnsins á þeim 4 árum, er það var undir umsjón Pálma Pálssonar; ber þess þó að gæta, að síðari helmingur ársins 1892 hefir verið talinn með hinum fyrri í skýrsl- unni hér að framan, þótt safnið væri þá undir stjórn Pálma, og að síðasti fjórðungur ársins 1896 verður talinn með hinum þremur fyrstu, enda þótt safnið þá, eins og þegar var bent á, væri undir stjórn eftirmanns Pálma: 1893 Gripir fengnir okeypis 30 Keyptir gripir 1372) Sam- tals i;‘)7 Tala gripa við árslok 3957 1894 24 853) 109 4066 1895 100 56 156 4222 1896 964) 43 139 4361 250 321 571 Eftirtektarvert er hversu margir gripir bættust safninu ókeypis 2 hin siðari árin; að ekki voru fleiri gripir keyptir þau ár kemur af þvi, að fyrra árið (1895) var greitt tiltölulega mjög mikið fé fyrir smíðar og aðgerðir, en um 300 kr. eftir óeyddar við árslok, geymdar til næsta árs, og voru þá (1896) greiddar ailmiklar upp- hæðir fyrir suma gripina, sem þá voru keyptir, t. d. um 500 kr. fyrir 7 þeirra, og nokkurum hundruðum króna var þá einnig varið fyrir smíðar og viðgerðir. Helztu gripirnir, er safnið eignaðist á þessum árum voru þeir, er nú skal greina á líkan hátt og áður: 1893. Legsteinn Ulfheiðar Þorsteinsdóttur (»Úlfheiðarsteinn«), frá Hofi í Vopnafirði (nr. 3915)5). Sigurður Jónsson bóndi á Draflastöðum: Fornt altarisklæði úr Draflastaðakirkju, útsaumað (nr. 3924) o. fl. Þórður Stefánsson bóndi í Saxhvammi: Forn skaftpottur úr fitusteini (nr. 3927), 3 fornar nælur úr bronzi o. fl. (3928—31). *) Sjá ísafold XXIII, 59. og 61. tbl. og Pjallkonuna XIII, 34. tbl. 2) Þar á meðal 2 smásöfn af kvensilfnrgripum. s) Þar á meðal 24 myntir. *) Þar af 20 gripir frá Landsbókasafninu. 6) Sjá Árb. 1896, bls. 43—45, m. mynd.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.