Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 33
53 Meðal keyptra gripa: Máluð mynd af Grími Thorkelin (nr. 4241); skápur, stór, útskorinn, frá 1684 (nr. 4267); altaristafla úr Klausturhóla-kirkju, kvöldmáltíðarmynd máluð á tré (nr. 4277); alt- arisklæði útsaumað, fornt (nr. 4279); útsaumuð ábreiða eða tjald (nr. 4292); hálsfesti úr silfri með kingu og silfurkrossi (nr. 4293—94); dúkur úr hvítu silki með ágætum útsaum (nr. 4295); altaristafla með fomum myndum, útskornum úr tré, og skírnarfat frá Reykhóla- kirkju (nr. 4333—34); útskorinn skápur frá 1653 (nr. 4335). Ennfremur fékk safnið þetta ár frá Landsbókasafninu nokkrar mannamyndir, rauðkrítarmyndir eftir síra Sæm. M. Hólm, o. fl.; enn- fremur nokkra minnis- og heiðurspeninga og heillaóskir til íslend- inga frá ýmsum stofnunum og fl. erlendis á þjóðhátíðinni 1874 (nr. 4342—4361). — Yfilit yfir þá muni, er safninu bættust þetta ár (1896), er prentað í Árbók Fornleifafél. 1897, bls. 29—32. Meðan Pálmi var umsjónarmaður safnsins hafði hann tölu á því hve margir komu til að skoða það á hinum reglulegu sýningartím- um, sem munu hafa verið á miðvikudögum og laugardögum; skráin hér síðar sýnir fjölda gestanna á þessu og eftirfylgjandi árum. 6. Safniö undir umsjón 3óns Jakabssonar. Safnið flutt i Landsbankahúsið (1899). — Yeitt fé til húsnæðis og aðstoðar við um- sjónina. — Gefið Vidalíns-safn og Myntasafnið að miklu leyti. Þegar Pálmi Pálsson lét af hendi umsjón safnsins 1. okt. 1896 tók við henni cand. Jón Jakobsson; höfðu stiftsyfirvöldin veitt hon- um þessa sýslan, er þau voru orðin úrkula vonar um að Pálmi fengist til að hafa hana á hendi lengur. Jón Jakobsson var for- stöðumaður safnsins til 1. jan. 1908, er hann var orðinn landsbóka- vörður. Er hann tók við umsjón safnsins var það enn á alþingis- hússloftinu, og eins og áður var frá skýrt hafði alþingi 1895 veitt samtals 800 kr. til þess að semja og gefa út á islenzku og ensku leiðarvísi með myndum fyrir þá er skoða vildu safnið. En þar eð vænta mátti, að safnið yrði áður langt um liði flutt í önnur og stærri húsakynni, komu stiftsyfirvöldin og forstöðumaðurinn sér saman um að rétt væri að fresta útgáfu þessa leiðarvísis þangað til búið væri að flytja safnið1), og voru þessar 800 kr. aldrei notaðar. Veitti því alþingi 1897 einungis 1000 kr. til gripakaupa og 400 kr. til um- ‘) Sbr. Alþ.tíð. 1897 C, hls. 41. ö

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.