Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 34
34 sjónar hvort árið, en alþingi 1899 útvegaði safninu húsnæði í hinu nýreista Landsbankahúsi og veitti 2000 kr. til húsaleigu og hita þar hvort árið 1900 og 1901, og til ílutnings safnsins í þessi nýju húsakynni voru veittar 800 kr.; ennfremur voru veittar 200 kr. til umsjónar, umfram þær 400 kr., sem áður höfðu verið veittar,for- stöðumanni til aðstoðar við umsjónina1). Safnið var fiutt í hin nýju húsakynni haustið 1899, var lokað vegna flutnings og niðurröðunar frá 26. okt. það ár til 21. rnarz 1900, en forstöðumaður taldi þó ekki lokið starfa sínum fyr en 27. marz 1902; til þess tíma entust hinar veittu 800 kr., en ekki taldi þá forstöðu- maðurinn verkinu þó enn að fullu lokið. Q-jörði hann grein fyrir starfi sínu í bréfi til stiftsyfirvaldanna 11. apríl 1902, kvaðst hafa farið yfir allar skýrslur safnsins og fiokkað niður á pappírnum eftir þeim alla muni safnsins eftir tegundum og svo lagt þessa skiftingu, — að svo miklu leyti sem húsakynnin leyfðu —, til grundvallar og notað hana við röðun safnsins, ennfremur tölumerkt hirzlur safnsins og sett þau merki inn á efnisskrána við hlutina; en því miður ent- ist eigi fjárveitingin til þess að ljúka við þetta verk né efnisskrár- yfirlitið sjálft, sem heldur ekki var haldið áfram jafnframt og við bættist á eftirfylgjandi árum. Húsnæði það sem safnið fékk í Lands- bankahúsinu kvað forstöðumaðurinn óhentugt bæði að því er snerti ljós og herbergjaskipun og ónógt eftir fá ár, ef safnið yxi nokkurn veginn að sama skapi eftirleiðis sem þangað til. — Á alþingi 1901 urðu nokkrar umræður um þóknunina fyrir umsjónina með safninu, einkum vegna 200 kr. hækkunarinnar á alþinginu næsta á undan8), en sat þó alt við sama á næstu fjárhagstímabilum (1902—3 og 1904 —5). Alþingi 1905 hækkaði umsjónarþóknunina enn um 120 kr. — upp i 720 kr. fyrir fjárhagstimabilið 1906—7. Safnið var þessi árin í Landsbankahúsinu og bankanum greiddar árlega 2000 kr. i húsa- leigu fyrir húsnæði safnsins. Meðan safnið var undir umsjón Jóns Jakobssonar bættust því allmargir góðir gripir og sýnir eftirfylgjandi skýrsla vöxt safnsins á þessum 11 árum: ‘) Alþ.tið. 1899 A, bls. 321, B, bls. 462-63, C, bls. 679. *) Alþ.tíð. 1907 B, 1492, 1504, 1526 og 1596. ;

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.