Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 38
38 sjóður og vanræktur, á móts við það hvað verða mætti og vera ætti. Þegar núverandi forstöðumaður safnsins tók við umsjón þess, aðgreindi hann það í eitt aðalsafn, nefnilega forngripasafnið sjálft, sem hann nefndi Þjóðmenningarsafn, og 4 aukasöfn smærri, nefnilega Steinaldarsafn, Þjóðfrœðissafn, Vídalínssafn og Myntasafn, og eru i 3 þeirra einungis útlendir gripir. Ennfremur byrjaði hann á að safna sjerstaklega til 5. safnsins, Mannamyndasafnsins, og lagði grundvöll- inn til þess með þeim mannamyndum íslenzkum, er voru í Forngripa- safninu. Á meðan á niðurskipun safnanna stóð í Safnahúsinu, bætt- ist 6. smásafnið við: Fiske’s-safn, ýmsir erlendir forngripir, málverk og skrautgripir, sem próf. Will. Fiske hafði ánafnað Forngripasafn- inu eftir sinn dag. Alla safnaheildina nefndi fornmenjavörður Þjóð- menjasafn Islands, og hefir það nafn verið tekið upp í fjárlögin af alþingi 1911 — Sérhverju þessara smærri safna var niðurraðað fyrir sig, en ekkert þeirra gat fengið nægilega stórt né hentugt rúm. Þjóðmenningarsafninu var raðað niður í tveim höfuðdeildum og voru allir kirkjugripir hafðir í annari deildinni, en í hinni allir aðrir gripir, og þeirri deild aftur skift í undirdeildir eftir aldri og eðli hlutanna. Á þeim 5 árum er safnið heíir verið undir umsjón fornmenja- varðar hefir það aukist svo sem eftirfarandi skýrsla ber með sér. í Árb. Fornl.fél. 1909 o. s. frv. hafa birtst skýrslur um hina árlegu viðbót, með stuttum lýsingum á gripunum. Ennfremur hafa verið birtar í »Þjóðólfi« 62. árg. nr. 24—27 og 63. árg. nr. 34 skýrslur um gjafir til safnsins á árunum 1908—10, og í »ísafold« 39. árg. nr. 70 skýrsla um gjafirnar árið 1911. Þjóðmenningarsafnið: Gripir fengnir Keyptir Sam- Tala gripa ókeypis gripir tals við árslok 1908 82 121 203 5664 1909 112 128 240 5904 1910 149 51 200 6104 1911 66 56 122 6226 1912 96 104 200 6426 505 460 965 Vídalínssafn: 1908 18 gripir 1909 1 málverk 1910 48 gripir 1911 3 gripir (2 myndir og 1 silfurgripur) 1912 1 silfurgripur. í Vídalínssafni eru gripirnir ekki tölusettir.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.