Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 42
42 það að kristileg menning komst inn hjá þjóð vorri svo snemma. Fyrir það að forfeður vorir voru ásatrúar höfum vér handaverk þeirra frá 9. og 10. öld, og fyrir það að þeir síðan tóku kristna trú höfum vér ljóð og frásagnir, hin andlegu afreksverk þeirra frá 10., 11., 12. og 13. öld, en gripi mjög fáa frá þeim öldum. Hvað hinum yngri veraldlegu gripum viðvíkur, gripum frá 17. —19. öld, þá er það að segja, að sumar tegundir þeirra munu nú vera mjög fágætar, en af sumum mun allmikið til enn, og sést það bezt af því, að þeir bjóðast safninu jafnan fleiri eða færri árlega; og margir slíkir gripir munu þó vera til, sem annaðhvort eru sem stendur vel varðveittir af eigendum sínum og ekki falir nema fyrir ríflega borgun, eða þá aftur aðrir, sem nær enginn gefur gaum eða álitur nokkurs virði sem forngripi. Við eftirspurnir og eftirleitanir á bæj- um koma stundum slíkir gripir í ljós, einkum útskornir gripir, gam- all vefnaður og hannyrðir, kopar- og silfursmíði. Eins og safnið er nú og kringumstæður þess, verður að spara kaup margra slíkra gripa, þar eð annað verður að sitja í fyrirrúmi. Frá þessum öldum eru og enn til einstöku torf- og timburbygg- ingar, sem enn eru notaðar, gamlar torfkirkjur, gamlir bóndabæir og einstöku gömul hús, svo sem skálinn á Keldum og stofan á Espi- hóli; þessar gömlu byggingar ætti að vernda, en það verður ekki hægt án þess að verja nokkuru fje þeim til viðreisnar og viðhalds; tryggilegast mun vera að þær verði safnsins eign og séu undir um- sjón fornmenjavarðar. Þá er hinn aðalflokkurinn af gripum safnsins, kirkjugripirnir. Svo sem um hina veraldlegu gripi kveður og jafnan við um kirkju- gripina: »Það er ekkert orðið eftir í kirkjunum, búið að farga þvi öllu og mest til útlanda«, segja menn. Þó að sorglegt sé, eru miklar ástæður til að menn segi svo. Kirkjur vorar eru flestar snauðar að fornum, góðum gripum, og víst er að á síðustu öld hefir fjölda mörg- um gripum verið fargað til útlendinga, sem gerst hafa svo ósvífnir að hafa kirkjugripina út úr umráðamönnum kirknanna og flytja þá með sér af landi burt, einungis sjálfum sér til gamans en engum til gagns né fróðleiks. En þó að margt sé á síðustu öld farið úr kirkj- unum eru þó enn margir góðir og gamlir kirkjugripir til í landinu, bæði í kirkjunum sjálfum og hjá einstökum mönnum, hér búsettum, sem safnað hafa gömlum kirkjugripum, einkum fornum skírnarfötum, væntanlega í þeim tilgangi, að bjarga þeim undan höndum útlend- inga, sem eftir þeim kynnu að sækjast til að hafa þau af landi burt. Því að eins hafa þessir menn sóma og ekki ósóma af kirkjugripa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.