Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 45
45 Af þessu, sem nú hefir verið sagt, má vænta að safnið muni aukast allmjög á komandi tíð að kirkjugripum, en til þess þarf það auðvitað meira fé til að greiða fyrir þá, — eða fyrir nýja gripi í þeirra stað, — og síðar meiri húsakynni og tryggari, til að geta geymt þá og sýnt þá svo sem vera ber. Auk alls þessa, sem nú hefir verið talið, gripa frá elztu tíð, gripa frá síðari öldum og kirkjugripa, þarf að safna gripum frá allra síðustu öld meir en kostur hefir verið á, t. d. alls konar áhöldum, sem notuð hafa verið og eru annaðhvort við landbúnað eða sjávar- útveg. Vér þurfum að geta sýnt eftirkomandi kynslóðum alt það sem vér helzt óskum að vér gætum séð frá forfeðrum vorum. Þjóð- in hafði bygt þetta land í þúsund ár, er safnið var sett á stofn og vér finnum til þess hversu sárfátt vér nú sjáum af því sem hún hefir gjört og haft með höndum, en einmitt þess vegna skilst oss líka, hversu ómetanlegt gagn og gaman hlýtur að geta orðið að því fyrir eftirkomendurna að þúsund árum liðnum frá því safnið var stofnað, að geta þá haft milli handa þau áhöld, sem vér nú notum víð vort daglega líf, og þau handaverk, sem vér innum af höndum. Vér verð- um altaf að hafa það hugfast, að vér eigum ekki einungis að safna munum frá fortíðinni fyrir nútíðina, heldur einnig hlutum frá nútíð- inni fyrir framtíðina, eftir því sem þörfin krefur og kringumstæðurn- ar leyfa. Það sem fyrst og fremst ríður á að*safna af þeim hlutum, sem nú eru búnir til, er list og listiðnaður. Vér eigum nú nokkra lista- menn og nokkra iðnaðarmenn, sem geta framleitt listiðnað og hafa gert það, eins og sjá mátti á iðnsýningunni 1911. Vér verðum að hafa vakandi áhuga á þessum mönnum vorum og listaverkum þeirra og sjá svo um að ekki hverfi þau öll út úr landinu eða glatist á annan hátt. Þjóðmenjasafnið ætti að verða fært um að kaupa og sýna sumt af þessum listiðnaði, og ásamt með öðru frá síðustu tím- um ætti hann að mynda sérstaka deid i Þjóðmenjasafninu. Sumt af því, sem keypt hefir verið til safnsins, gæti heyrt til þeirrar deildar, en fyrir sakir fátæktar safnsins er sá vísir minni nú en annars hefði orðið. Listaverkin ættu að mynda sérstakt safn við hliðina á hinum öðrum söfnum Þjóðmenjasafnsins, og byrjunin til þess er þegar til, nefnilega málverk þau sem landið á og geymd eru í Alþingishúsinu. Flestum þeim málverkum var safnað fyrir allmörgum árum af nú- verandi sýslumanni í Dalasýslu, Birni Bjarnasyni, en sum eru gjöf frá Ewald Johnsen lækni; alls eru málverkin um hundrað. Þau þafa fyrir skömmu verið hreinsuð og sum sett í nýjar umgjörðir og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.