Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 46
46 skipað niður af forstöðumanni Þjóðmenjasafnsins og hefir lítið verið hreyft við þeirri niðurskipun síðan; en þau standa ekki undir hans umsjón, og í rauninni einsgis sérstaks manns annars en alþingisforset- anna og dyravarðar Alþingishússins. Þau eru ekki sýnd almenningi á neinum ákveðnum tímum, svo sem þó vera ætti, því að margir vilja sjá þau, og verða þá að eiga undir góðvild forsetanna og greiðvikni dyravarðar. Þessi málverk ættu að standa algerlega undir umsjón forstöðumanns Þjóðmenjasafnsins og vera sýnd á til- teknum tímum. Alþingishúsið er sem stendur bezti staðurinn til að geyma þau og sýna þau í og er engin ástæða til að flytja þau þaðan að svo stöddu. Þann tíma, sem alþingi stendur yfir, annaðhvort ár, gætu reglulegar sýningar eðlilega ekki átt sér stað^ Þetta safn ætti að auka smám saman eftir mætti, einkum með helztu listaverkum vorra eigin listamanna. Enn má gera ráð fyrir að Þjóðmenjasafnið fái fleiri söfn kend við einstaka menn, eins og Vídalíns- og Fiske's-söfnin nú. Menja- safn Jóns Sigurðssonar, sem áður var geymt í Alþingishúsinu, er nú sem stendur geymt í Safnahúsinu undir umsjón forstöðumanns Þjóð- menjasafnsins, en tilheyrir þó ekki enn Þjóðmenjasafninu; búast má þó við, að það verði lagt til Þjóðmenjasafnsins innan skamms. í ráði er að gefa Þjóðmenjasafninu enn eitt lítið safn, sem gefandinn óskar að verði varðveitt út af fyrir sig sem sérstakt safn. Þjóð- menjasafnið og fornmenjavörður eiga nú lítið safn af fornfræðisbókum og öðrum ritum, er snerta ýmsar íslenzkar fræðigreinar, og enn- fremur skjalasafn viðvíkjandi Þjóðmenjasafninu og starfsemi forn- menjavarðar. Þessi söfn þarf að auka mjög mikið, og einkum að bókum og uppdráttum, og afskriftum af skýrslum og ritgjörðum. En eins og tekið hefir verið fram hér áður, að margt af því sem gjört hefði átt að vera fyr er enn ógjört vegna þess að svo lítið hefir verið lagt til safnsins og vegna þess að þóknunin til for- stöðumanna þess hefir verið svo lítil, eins skal það tekið fram enn, að sú aukning safnsins, sem nu var bent á og þau störf, sem henni hljóta að vera samfara, geta ekki komist í framkvæmd nema því að eins að safnið fái meíra fé til umráða, betri húsakynni þegar fram i sækir og brýn þörf krefur, og siðast en ekki síst, að það fái að njóta að minsta kosti forstöðumanns síns að öllu leyti sjálft, — það og aðrar fornleifar, sem standa undir hans umsjón. Eigi svo Þjóðmenjasafnið að koma að verulegu gagni bæði almenningi beinlínis og vísindamönnum hér og erlendis, verður á einhvern hátt að vera svo um búið að út séu gefnar ritgjörðir um einstaka gripi þess, gripaflokka í því og um annað, er lýtur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.