Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 46
46 skipað niður af forstöðumanni Þjóðmenjasafnsins og hefir lítið verið hreyft við þeirri niðurskipun síðan; en þau standa ekki undir hans umsjón, og í rauninni einsgis sérstaks manns annars en alþingisforset- anna og dyravarðar Alþingishússins. Þau eru ekki sýnd almenningi á neinum ákveðnum tímum, svo sem þó vera ætti, því að margir vilja sjá þau, og verða þá að eiga undir góðvild forsetanna og greiðvikni dyravarðar. Þessi málverk ættu að standa algerlega undir umsjón forstöðumanns Þjóðmenjasafnsins og vera sýnd á til- teknum timum. Alþingishúsið er sem stendur bezti staðurinn til að geyma þau og sýna þau í og er engin ástæða til að flytja þau þaðan að svo stöddu. Þann tíma, sem alþingi stendur yfir, annaðhvort ár, gætu reglulegar sýningar eðlilega ekki átt sér stað._ Þetta safn ætti að auka smám saman eftir mætti, einkum með helztu listaverkum vorra eigin listamanna. Enn má gera ráð fyrir að Þjóðmenjasafnið fái fleiri söfn kend við einstaka menn, eins og Vídalíns- og Fiske’s-söfnin nú. Menja- safn Jóns Sigurðssonar, sem áður var geymt í Alþingishúsinu, er nú sem stendur geymt í Safnahúsinu undir umsjón forstöðumanns Þjóð- menjasafnsins, en tilheyrir þó ekki enn Þjóðmenjasafninu; búast má þó við, að það verði lagt til Þjóðmenjasafnsins innan skamms. í ráði er að gefa Þjóðmenjasafninu enn eitt lítið safn, sem gefandinn óskar að verði varðveitt út af fyrir sig sem sérstakt safn. Þjóð- menjasafnið og fornmenjavörður eiga nú lítið safn af fornfræðisbókum og öðrum ritum, er snerta ýmsar íslenzkar fræðigreinar, og enn- fremur skjalasafn viðvíkjandi Þjóðmenjasafninu og starfsemi forn- menjavarðar. Þessi söfn þarf að auka mjög mikið, og einkum að bókum og uppdráttum, og afskriftum af skýrslum og ritgjörðum. En eins og tekið hefir verið fram hér áður, að margt af því sem gjört hefði átt að vera fyr er enn ógjört vegna þess að svo lítið hetír verið lagt til safnsins og vegna þess að þóknunin til for- stöðumanna þess hefir verið svo lítil, eins skal það tekið fram enn, að sú aukning safnsins, sem nú var bent á og þau störf, sem henni hljóta að vera samfara, geta ekki komist í framkvæmd nema því að eins að safnið fái meíra fé til umráða, betri húsakynni þegar fram i sækir og brýn þörf krefur, og síðast en ekki síst, að það fái að njóta að minsta kosti forstöðumanns síns að öllu leyti sjálft, — það og aðrar fornleifar, sem standa undir hans umsjón. Eigi svo Þjóðmenjasafnið að koma að verulegu gagni bæði almenningi beinlínis og vísindamönnum hér og erlendis, verður á einhvern hátt að vera svo um búið að út séu gefnar ritgjörðir um einstaka gripi þess, gripaflokka í því og um annað, er lýtur að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.