Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 48
Bakstursöskjumar frá Bessastöðum. Einn meðal hinna merkustu gripa í Vídalíns-safni1), eru baksturs- öskjur frá Bessastaðakirkju, er hér fylgja 2 myndir af. Stærð askjanna erþessi: Lengd 12,6 sm., breidd 11,2 sm. og hæð 6,6 sm. Efnið er silfur, og eru öskjurnar algyltar utan og innan. Þyngdin er 1 pund. Verkið er sérlega vel unnið að öllu leyti; öskjurnar eru mjóg vel slegnar út og, eins og myndirnar sýna, drifnar (ciseleraðar) og grafnar mjög að utan, sveigar í skelstýl (rococco-stýl) á göflum og hliðum, blöð á hornum, bekkur á umgjörð loks, og eru á þvi, beggja vegna við sléttan flöt með áletrun, drifnar myndir og upp- hleyptar af kvenlegum verum, er eiga að tákna tvær af höfuðdygð- unum: Speki vinstra megin, með bók undir hægri hendi, og Réttvísi hægra megin, með brugðinn brand í hægri hendi. — Þessar myndir eru ekki settar af smiðnum á þennan grip af handahófi, heldur með beinu tilliti til þess manns, er hann var gerður fyrir. — öskjurnar standa á 4 steyptum ljónsmyndum; ljónin liggja og bera öskjurnar á baki sér. Neðan á botni askjanna er stimpill smiðsins, stafirnir S. T. S. og ártalið (17)74 fyrir neðan þá, sama ártal og er í áletruninni á lokinu. Þessi stimpill er merki Sigurðar gullsmiðs Þorsteinssonar, er var í Kaupmannahöfn mestan hlut æfi sinnar og nefndist þar Sivert Thorsteinsson. Hann var sonur Þorsteins Sigurðssonar sýslu- manns í Múlasýslu (d. 1765), — bróðir Péturs sýslumanns sama stað- ar, föður Guðmundar sýslumanns sama staðar og Sigurðar sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu, skálds. Sigurður Þorsteinsson fæddist að Skriðu-Klaustri 1714. Hann fór til Kaupmannahafnar og lærði gull- og silfursmíði og varð meistari 1742; hann bjó á Austurgötu og er getið þar alt til 1789. Hann var »Oldermand eða öldungur fyrir gullsmidalaginu í 18 samfeld ár« 1754—1772, síðar varð hann »Capteinn vid þat fyrsta Borgerskabs-Compagnie í Kaupmannahöfn, kallat Öster-Compagnie« — Óljóst er hvenær hann hefir andast, en ') Sjá Árb. 1908, bls. 56—58, 1909, bls. 65—66, 1910 bls. 86, og 1911 bla. 91—93.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.