Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 55
55 Þessar smeltu plötur eru mjög merkilegar og munu nú fáir smeltir kaleikar vera til hér á landi, en fyrrum hafa þeir að líkindum verið til nokkrir þótt þess sé ekki getið í máldögunum. — A Þjóðmenja- safninu eru 2 fornir kaleikar í gotneskum stýl með smeltum typp- um á hnúðunum og til eru fleiri hér líkir; í einni kirkju hér vestra er ennfremur kaleikur í forn-gotneskum stýl með smeltum dýrlings- myndum á stéttinni. — Þessi list að gjöra smeltar myndir er mjög forn og hefir verið iðkuð með ýmsu móti; sú tegund, sem hér er um að ræða, nefnist á frönsku émail champlevé og er kunn frá því á fyrstu öldum eftir Krists daga. Á miðöldunum var hún mjög stunduð á Þýzkalandi, einkum í Rínarlöndunum, en frá því á 12. öld er hennar getið í borginni Limoges á Frakklandi, þar var hún mjög mikið stunduð á 13. öldinni; á 14. öldinni tóku menn smáni- saman að leggja minni stund á þessa list. Á bak við, fyrir ofan, hina litlu, áttstrendu myndplötu, sem fest er efst í stéttina að innanverðu, kom í ljós, er platan var tekin út, silfurmynt, jöfn plötunni að þvermáli, 0,6 mm. að þykt, allmjög harin og sléttuð (sjá meðf. mynd). Á milli plötunnar og myntarinnar er silfurræma, 2 mm. breið, á rönd, beygð í hring og gerð til að halda plötunni hæfilega langt frá myntinni svo að við það myndist lítið hylki. Hylki þetta var tómt og vottaði ekki fyrir því að neitt hefði verið í því nokkru sinni. Vafalaust hefir það þó verið gjört af smiðnum til þess að í því mætti varðveita helgan dóm, og má ætla að hann hafi skreytt stéttina svo vel að innan einmitt með tilliti til þess; venjulega voru stéttirnar ekki gyltar að innati og ekki sérlega vandlega frá þeim gengið þeim megin. — Á myntinni er áletran beggja megin; á framhlið (sjá myndina) stendur í innri línunni: t ^PHILIPPVS RCX, og í hinni ytri: f BHDICTV \ SIT | HOOie \ DHI ; NRI ; DCI ; IhVXPI (þ. e. Benedictumsit nomen domini nostri dei Jhesu Christi). I miðju er jafnálma kross og fætur á öllum álmum. Á hinni hliðinni stendur: f TVROHVSCIVIS (Turonuscivis) ogumhverfis er kranz af 12 frönskum liljum í tvöföldum svigutn. Inst í miðju hefir verið mynd, sem nú sést óglögt. Mynt þessi er sýnilega frönsk og virðist helzt vera frá tíð Filippusar IV. hins fagra (1285—1314); — getur þó máske verið frá tíð Filippusar V. (1316—22) eða jafnvel Filippusar VI. (1328—50). Þessi heilögu ker eru, eins og líka sjá má af meðfylgjandi mynd- um og þessari lýsingu, gjörð í gotneskum stýl; eigi einungis lögunin á kaleiknum heldur og alt skraut á honum og patínunni er í got- neskum stýl. Af löguninni á skálinni, — hún er nálægt því að vera hálfkúlumynduð eins og skálarnar eru venjulega á hinum eldri, róm-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.