Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 56
56 önsku kaleikum, — á löguninni á stéttinni, — hún er svo flöt og tiltölulega lág og svíplík stéttunum á hinum rómönsku kaleikum, — og á smeltu myndunum, greinunum og öllu skrautinu yfirleitt, sést að kaleikur þessi og patína eru í fom-gotneskum stýl, virðast ekki yngri en frá fyrsta fjórðungi 14. aldar. Myntin virðist áreiðanlega vera sett í kaleikinn þegar hann var búinn til og sýnir því, að hann getur ekki verið eldri en frá tíð Filippusar fagra. Má af þessu ætla að nærri muni láta, að hann, — og patínan þá líka, því að þau eru samstæð og jafngömul að því er séð verður, — sé frá því um alda- mót 13. og 14. aldar. Verkið á kaleiknum, skrautið og einkum smeltu myndplöturnar, virðist helzt vera frakkneskt, og myntin bendir á að kaleikurinn sé smíðaður á Frakklandi. Dómkirkjan í Skálholti brann 1309, eins og áður var tekið fram. Þá var biskup í Skálholti herra Arni Helgason. í nýju kirkjuna, sem var eitt hið veglegasta hús, er bygt var hér á landi á miðöld- unum, voru gefnar margar gersemar og fengnir ýmsir nýir gripir og þar á meðal má ætla að verið hafi þessi ágætu, heilögu ker, ■tlcaleikurinn góði«, svo sem hann hefir verið nefndur á síðustu öld, og patinan, sem honum fylgir. Matthías Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.