Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 58
58 6111. 6112. 6113. 6114. 6115. 6116. 6117. 6118. Aftan á er og leturlína umhyerfis með upphafs- stafaletri og yirðist vera yngri, liklega frá 17. öld: HRINDI BVRT HEIPT OG BRÆDE OG HEIMSKVIDA FRA MIER II AEINGD (þ. e. Á. E. Ing. d[óttir] ?). Neðst á sylgjunni er kragi og aftan á honum beygja, sem lyklarnir hafa verið bundnir við. Sylgjan er þunngerð; þverm. 9,3 sm. Nokkrar áþekkar sylgjur til áður. 17/2 Etatsráð J. V. Havsteen, Akureyri: Kristsmynd af róðu- krossi með gotnesku lagi, skorin úr eik fremur vel, hefir verið krítuð og máluð, en það er nú að mestu af; handleggir lausir frá og myndin orðin allmikið skemd. Hæð 93 sm. Var fyrrum í kirkjunni á Sæbóli á Ingjalds- sandi. 22/2 Herra Þórhallur Bjarnarson biskup í Reykjavík: Sagar- tangi úr hvalbeini, mjög lítill, 1. 8,9 sm.; líklega af silfursög. 19/g Heiðursskjal til frú Sigríðar konu Eiríks Magnússonar í Cambridge frá alþjóða-sýningunni i Lundúnaborg 1884, veitt fyrir tóvinnu og útsaum. — Heiðursskjal til sömu konu frá alþjóða-sýningunni í Edinborg 1886. — Heiðursskjal til sömu konu frá ensk-dönsku sýningunni 1888, veitt ásamt minnispeningi (jafngildum gullmedalíu) þeim sem er nr. 4877 í Þjóðmenjas. — Heiðursskjal til sömu konu frá Kolumbusar-sýningunni í Chicago 1893, veitt ásamt stórum heiðurspeningi úr bronzi, þeim sem nú er nr. 4878 í Þjóðmenjas. 011 þessi heiðursskjöl eru í umgjörð með gleri fyrir; þau hafa um nokkur ár verið geymd í Alþingishúsinu, en voru nú afhent Þjms. af umsjónarm. Alþingishússins. 95/g Þjónustukaleikur og patína úr tini í hylki úr eik, rendu, með látúnslömum og krók úr látúni með gröfnu verki; á lamirnar eru grafnir stafirnir S: M:. E; S i A:. sem ef til vill á að merkja »síra Magnús Einarsson á«, og gæti verið að síra Magnús Einarsson, sem var prestur í Kaldaðarnesi í Flóa á fyrra hluta 18. aldar hafi átt þessi áhöld; þau eru nú komin frá Hraungerði. Hæð kal. og þverm. um barma er 3,9 sm.; þverm. pat. 4,5 sm. s/4 Grafskrift, rituð með hvítu snarhandarletri á svart járn- spjald í umgjörð, yfir Jón Sigurðsson hreppstjóra og dbrm. á Álftanesi d. 1853.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.