Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 59
59 6119. % 6120a-b 4/é 6121. 7/5 6122. — 6123. — 6124. — 6125. — Grafskrift, prentuð og í umgjörð með gleri fyrir, yflr hús- frú Olöfu Jónsdóttur, konu Jóns Sigurðssonar, sem grafskr. nr. 6118 er yfir, d. 1861. Báðar þessar grafskriftir afh. safninu af Höllu dóttur þessara hjóna, Jóns og Ólafar. Kaleikur og patína úr silfri með rómönsku lagi. Verkið slétt og skrautlaust; kaleikurinn með hálfkúlumyndaðri skál, hnúður og stétt kringlótt; h. 13 sm., vídd sk. 10,6 sm. og dýpt 4,2 sm., þverm. stj. 11,4 sm., hnúðs 4.8 sm., leggs 2,2 sm. Pat. þung og þykk; þverm. 12,3 sm. Á barminum að ofan er leturlína með róm. upphafsstöfum: f IN CORPVS XPI CONVERTITVR HOSTIA PANIS. Þar sem X er hefir fyrst verið grafið C (átt að verða með latn. rithætti, en svo verið gert með hinum gríska sem altítt var). Gripir þessir eru ekki yngri en frá 12.—13. öld. Þeir eru nú ný- gyltir og nokkuð lagaðir að sögn, en halda þó sínu gamla lagi og voru áður með fornri gyllingu. Frá Reynistað. Andrjes Fjeldsteð, Ferjukoti: Stokkur úr furu, læstur með vélalæsingu, járnnegldur, skornar 2 höfðaleturs- línur á lok, hliðar og gafla: »gudbiorg jons dotter a einarsnese a þennan stock eptir fostra sin(n)«. Stærð 1. 28,5 sm., br. 20,5 sm., h. 23 sm. Litill liandraði er í og á loki hans stendur: gullid, einnig með höfðaletri. Sami: Stokkur lítill úr furu og beyki, hefir verið með renniloki, skúffu undir dotni og renniloki fyrir, utan á öðrum gaflinum, en lokin vanta og skúffuna. Stokkur- inn er trénegldur, með útskurði á hliðum, greinum, og á botninn eru skornir stafirnir IP D A (með skrifletri), en á annan gafl ártalið 1818. Stærð: 1. 13 sm., br. 8 sm., h. 12 sm. Sami: Snældusnúður úr furu (rekaviði), þverm. 7,3— 7.8 sm., þ. 2,8 sm.; útskorinn, með rós að ofan og höfða- leturslínu umhverfis: »asta helga dott(er)«. Sami: Hornspónn úr ljósu horni, gamallegur og látúns- spengdur; 1. 15 sm. Skaftið er skorið út. Sami: Eldstál, í lögun sem sporbaugur, en oddur út úr báðum endum, þunt og flatt, 1 10 sm., br. 3,7 sm. Á öðrum endanum eru stimplaðir stafirnir I. P. 8*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.