Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 74
74 6223. 6224. 6225. 6226. as/n G-leraugnahús úr messing, fiöt; 1. 13 sm., br. 3,2 sm., þ. 0,8 sm. Litil plata er kveikt á með gröfnum stöf- unum P í á, upphafsstöfum Páls Ingimundarsonar föður Gests skálds. 2/12 Matskeið úr silfri, með gamallegu lagi, blaðið breiðast framan til en mjóst við skaftið, sem er grant og beyg- ist mjög upp frá blaðinu og er, með laglegu verki i endurlifnunarstíl. L. 17,2 sm., br. blaðsins mest 5,2 sm., 5 stimplar, m. a. ráðstofust. með árt. 66 (þ. e. 1866), eru aftan á blaðinu og ennfremur Gr., skammstöfun nafns fyrverandi eiganda dr. Gríms Thomsens á Bessa- stöðum. 14/i2 ísaumsklútur úr grófu hörlérefti, st. 65 X 23 sm.; í hann eru saumuð 3 latínuletursupphafsstafa stafrof, með kross- saum, fléttusaum og borusaum, tölustafir, 19 smámyndir, upphafsstafir þeirrar konu, er klútinn saumaði: A M D, þ. e. Ástríður Magnúsdóttir á Hríshóli, og ártalinu 1838. 17/i2 Árni Árnason frá Höfðahólum: Lyklasylgja úr kopar, ekki heil, kraginn tekinn af, kringlótt, þverm. 6,5 sm., gagnskorið verk, 3 bönd og milli þeirra upphafsstafir konu þeirrar, er sylgjan var gerð handa: A H D, þ. e. Aðalbjörg Halldórsdóttir, amma konu gefandans, — og ártalið 1818. Vidalinssafn. Frú Helga Matzen hefir eftir ósk forstöðumanns Þjóðmenjasafns- ins afhent Vídalínssafni að gjöf tvær mjög góðar ljósmyndir af fyr- verandi manni sínum Jóni konsúl Vídalín og sér; eru myndir þessar í prýðisfögrum umgjörðum, útskornum úr tré og algyltum. Þær komu til safnsins 27. jan. 1911. Ennfremur hefir sama frú afhent Vídalínssafni gamlan silfur- spón, er því safni tilheyrði, en hún hafði áskilið sér rétt til að hafa undir höndum til æviloka. Spónninn er með engilshöfði á skafts- endanum og mannsmynd á skaftinu næst blaðinu, báðar myndirnar hafa verið gyltar. Aftan á blaðið eru grafnar 2 greinar, er mynda kranz. Aftan á skaftið er stimplað S M og 18 fyrir framan en 35 fyrir aftan og er það ártalið, er spónninn var gerður, en lagið er miklu eldra. — Mjög líkur öðrum silfurspæni í Vídalinssafni, sem getið er um í Árb. 1908, bls. 58.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.