Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 26
26 ura, en horn þessi eru einmitt frá sama tíma og minnaforsagnirnar og eru mestar líkur til að af þeim hafi mörg minni verið drukkin í gamla daga, að undangengnum þeim minnaforsögnum, er bent var á að til væru enn. í minnaforsögnunum var jafnan skorað á menn að drekka ósleitulega, »eigi með slægð eður sleitu, heldur með dáð og dreng- skap; drekkum af í einu með hjarta hreinu; hinn skal vítið fyrir fá«, segir í Maríu-minni, og í Krists-minni segir m. a.: »Sje sá Kristi kærastur, sem mest drekkur og sjer gerir hezt af«. Sæm. Eyjólfsson lýsir vel í nefndri ritgerð sinni hugmyndum manna fyr á tímum um vínnautnina, og vil eg leyfa mér að tilfæra liér nokkur af orðum hans: »Vínið vav eins konar heilagur dómur, og hugmyndir manna um það voru alt aðrar en nú. . . . Það þótti hin bezta íþrótt að vera mikill drykkjumaður. Sjáifur hafði Oðinn »lifað við vín eitt«. Guðunum voru færðar vinfórnir, og farið með vín við alls konar helgiathafnir. Þessu var mjög fylgt í kristnum sið, svo sem áður er sagt, og það svo, að vindrykkja var tíðkuð við sumar helgiathafnir í kirkjunum1). Nú á tímum er víninu varla talið annað til gildis, en að það »gleðji mannsins hjarta«, en á fyrri tímum gerði það miklu meira, það helgaði manninn, og færði hann nær guði. Því segir í formálanum fyrir Kristsminni: »Sá er Kristi kærastur, sem mest drekkur*. Guði og heilögum mönnum var helgað vín með bæn og ákalli, og síðan var það drukkið þeim til dýrðar og til þess að afia sér með því náðar guðs og blessunar og fylgis og árnaðarorðs dýrlinganna«. Kú mun öllum skiljast, að ekki þótti eiga illa við að hafa helgar myndir á hornunum, er drukkin voru úr hin heilögu minni í heilögum drykk; og skal svo lýst nokkuð þeim liornum, er Arb. fiytur nú myndir af og elzt eru í safni voru. Elzt þessara þriggja horna virðist vera hornið nr. 5206, er var keypt til safnsins 17. maí 1905 og var sagt vera vestan af landi. Það er nú als ekki heilt, vantar af því stikilinn, og því hefir verið breytt eins og siður var til, settur trébotn, úr rauðmáluðu bæki, í víðari endann, og er skorið á hann B, en i stað stikilsins er kominn ruddalegur látúnsstútur; er á honum hólkur, sem gengur upp á horn- ið, en lengd stútsins og hólksins er til samans 7,2 cm. og þvermál 1,3-—4,5 cm. Trébotninn er sporbaugsmyndaður 5,7—6,6 cm. að s) Höf. á hér við hjónaskálirnar, sem dmkknar voru í kirkjunum af hrúðhjón- unum og öllum söfnuðinum eftir brúðmessuna; blessaði presturinn vinið áður en þess var neytt.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.