Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 44
44 verið utanum þau. Voru þær þó svo fúnar, að ekki var annað að sjá en rauðleita, eða dökkleita rák í moldunni, eða mölinni. En þegar efni hennar var tekið og flett í sundur, mátti glögt sjá, að það voru tréleifar, þótt það væri svo fúið og morkið að það mætti tæja það sundur sem rotnaða stararkólfa. Beinin aftur á móti voru býsna lítið fúin. Hauskúpurnar stráheilar, hvítar og fallegar; kjálkar og tennur eins, og leggir hið sama margir hverir. Mun það hafa hjálp- að til þess, að líkin höfðu verið grafin ofan í þurra hráunmöl og jarðvegurinn glerharður og skraufþur þar ofan á. Nálega allar kúp- urnar virtust vera af gömlum mönnum, því samkomu beinanna í þeim var naumlega hægt að sjá; svo voru þær samangrónar. Ein unglingsbein fundum við. Auk þessara beina, sem eg hefi nefnt, fundum við beinagrindur einna 5 eða 6 ungbarna. Voru ein þeirra svo smávaxin, að eg gæti bezt trúað að þau hafi verið úr ófæddu eða ófullaldra barni. Voru þau hjá beinum úr fullorðnum manni (móðurinni?). Engar menjar neinna muna fundum við, nema ryðgaðan járn- nagla i einni gröfinni. I norðausturhorni tóftarinnar var stoðarpart- ur, sem stóð þar upp og ofan um hálft annað fet á lengd, fúinn mjög, þversagaður fyrir neðri enda. Suðurvegg og austurgafl tóft- arinnar reif eg upp, því þess þurfti, en norðurvegg og vesturgafl rótaði eg ekki. Það virðist vera auðsætt, að hér sé fundin forn kirkja og graf- reitur, þótt í engum sögnum eða riturn sé hennar getið, svo kunn- ugt sé. Má vera að hún hafi að eins verið hálfkirkja eða bænhús, því grafið mun stundum hafa verið að þeim. Það má telja víst, að hún hafi verið niður lögð 1318, þvi í Auðunnarmáldaga Múlakirkju er ekki getið neinnar hálfkirkju eða bænahúss í sókninni, sem þó mun venja hafa verið, ef nokkur voru. Yngri rit geta þess heldur ekki svo mér sé kunnugt um, nema hálfkirkjunnar í Skriðu. Má því ætla, að grafreitur þessi og kirkja sé frá 13., 12. eða jafnvel 11. öld. Það er að eins í einum stað í fornritum vorum, sem ætla mætti að bent væri í þá átt, að hér hafi kirkja verið; en það er í sögu Guðmundar biskups Arasonar. Þar er þess getið, að sumar eitt (um 1220 minnir mig) fór biskup »norðr til Reykjadals ok þar dvaldist biskup lengi um sumarið«. Þar er hans fyrst getið í Múla, þá á Einarsstöðum, síðan á Grenjaðarstöðum. Svo ætlaði hann í Múla annað sinn, en varð frá að hverfa, af því honum var varinn staðurinn. Þá fór hann að Stað í Kinn. Þaðan fór hann undir Fjall (»Mánudaginn er biskup undir Fjalli«). »Síðan fer biskup á Einarstaði og þaðan á Helgastaði« og varð þar barbaginn. Ur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.