Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 61
61 6642. 13/5 6643. 28/5 6644. — 6645. — 6646 */• i n s samandregin í; greinar út frá; svipað verk og er á nr. 6632—40. L. 78 sm., br. (h.) 27,6 sm., þ. 2,5 sm. Alt þetta framantalda skurðverk er úr Ingjaldshóls kirkju hinni gömlu og miklu, er næst var á undan steinkirkju þeirri er nú er þar. Var sú kirkja mjög skreytt innan með margs konar útskurði að sögn og hefir hann í fyrstu verið skrautlega málaður, rauður og blár, en síðan hefir verið strokið ljósgráum farfa yfir alt sam- an. Það er í íslenzkum stíl og að líkindum skorið af lærðum eða mjög æfðum tréskurðarmanni. Að sumu leyti virðist það bera svip af endurlifnunarstíl og jafn- vel skábogastíl. Gömul kona i Gufudal: Kaffislceið úr tambaki, líklega ensk og allgömul. L. 13,1 sm., br. blaðsins mest 2,8 sm. Björn Magnússon, Hofi á Kjalarnesi: Brot ur steinkeri, hluti af botninum við löggina, og má sjá að kerið hefir verið kringlótt og botninn um 22 sm. að þverm. að inn- anverðu, og hefir kerið víkkað uppeftir. Það hefirverið þunt, 0,6—0,8 sm. við botninn og hann í miðju 0,6 sm. eða ininna, en útvið laggirnar alt að því 2 sm. sum- staðar. Steinninn er gráleitur og fremur mjúkur, eins konar tálgusteinn, líklega ekki íslenzkur (norskur?). Neðan á botninum er svört hrimskán og hefir kerið verið haft til að sjóða eða bræða í. Hefir verið fremur vel gert og er varla yngra en frá landnámatíð. Sami: Galtarvígtönn, 1. 9,8 sm. að utan. Fornleg en ófúin. Sami: Smásteinn svartur og með silfurgljáa á, harður, óreglulega myndaður; þ. 8 gr. Líklega einskonar »nátt- úru-steinn«. — Þessir 3 hlutir fundust á Hofi í fornum öskuhaugi. Bakstursöskjur úr silfri, kringlóttar, þverm. 7,4—7,7 sm., hæð með lokinu 3,2 sm.; lok og botn standa út fyrir og eru randirnar beygðar reglulega upp og niður í smá- bárur; þverm. 8—8,1 sm. öskjurnar eru ágætlega drifn- ar umhverfis og á loki, rósastrengir með blöðum og blómum í skábogastíl. Á miðju loki er sléttur, lítið eitt hvelfdur flötur og grafið á hann NHRS Anno 1699, upp- hafsstafir gefandans. Xeðan á botninum er tvísettur stimpill smiðsins, virðist vera I og S, öfugt, samandreg-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.