Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 69
69 6685. m/g 6686. — 6687. V? 6688. ls/7 6689. — 6690. 8/o Patlnudúkur úr rauðleitu silki með hvítu silkifóðri, fer- skeyttur, 16 sm. á hvern veg. I miðju er saumaður blómsveigur og IHS með 1767 undir innan í hann, en í öll hornin eru saumuð blóm. Saumurinn er með ýms- um litum, sem nú eru fölnaðir; mest grænleitur. Um- hverfis eru mjóir kniplingar. Skírnarfat úr látúni, þverm. 43,3 sm., hæð um 5,5 sm. Barmar 5 sm. að breidd, með litlum blómum slegnum á. Fyrir innan þá og neðan eru blöð eða belgir um- hverfis. Á botninum er líkur krans í miðju og 2 letur- línur umhverfis; í hinni innri er sama áletrun, með hinum ólæsilegu, útflúruðu, gotnesku stöfum, endurtekin 5 sinnum, 7 stafir; í hinni ytri er önnur áletrun endur- tekin 5 sinnum, og fyrstu 2 orðin í henni endurtekin enn einu sinni að auk; er hún með upphafsstöfum: ICIIWART:DER:INFB,IDG. Virðist vera upphaf þýzkr- ar setningar. Sbr. nr. 6571 o. fl. Þessir 4 síðasttöldu kirkjugripir eru frá Stórólfs- hvolskirkju. Matskeið úr silfri, með hinu algenga »empire«-lagi og grefti á skaftinu. L. 20 sm. Neðan á skaftið er settur stimpill smiðsins, IIO og ártalið, 18 fyrir l'raman og 19 fyrir aftan. Þyngd 32 gr. Sbr. nr. 4470. Ingvar Sigurðsson í Laugardalshólum: Járnístöð gömul, líklega fi'á 18. öldinni, máske útlend að uppruna. Bryggja er yfir rist, h. 12 sm., og typpi upp úr í gegnum hana; er það með gati, sem í hefir verið svift fyrir ístaðsólina, br. 1,3 sm. Beygjan er mestpart sívöl en 5 sm. breiðir og 5,7 sm. langir spaðar eru neðst, og er skónum fest á milli þeirra. Hann er nær kringlóttur, nokkuð fer- hyrndur, og miðband yfir, á milli spaðanna, og er um 9 sm. á hvorn veginn. Sbr. nr. 3469, 4592 o. fl. Sami: Hamarshaus úr steini; þ. e. lábarinn grásteinn, nær kringlóttur, þverm. 9,7 — 10,5 sm., þ. 3,4 sm., með kringlóttu gati, vídd 2,5 sm. Á hann eru annars vegar markaðir stafirnir E I S A, þ. e. upphafsstafir eigandans og »á«. Líklega frá 17. öld. Bogi Thorarensen Melsteð, sagnfræðingur í Kaupmanna- höfn: Kjóll, sem átt hefir móðurfaðir gef., Bjarni amtm. Thorarensen, og mun vera af amtmannsbúningi hans. Hann er úr dökkbláu klæði, fóðraður í ermum og baki

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.