Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 86
86 2 sm. 1. látúnshólk, 1,2 sm. gildum, og er hann með útrensli. Hann er á rendu rauðaviðarskafti með hnúð efst, 3 sm. gildum. Hæð stöppunnar er 7;5 sm. Mun vera frá fyrri hluta síðustu aldar. 6770. — Gjarðarhringja steypt úr kopar, 1. 7 sm. mest, br. 5,8— 6 sm. Hún er ferhyrnd, með 2 miðböndum og er eir- þorni fest í þykkara langband (1. 1,4 sm.) á milli þeirra. Hún er með grefti að ofan og ANNO 1659. Sbr. nr. 1899. 6771. 23/12 Látúnspottur með járnhöldu, sem krækt er gegnum barmana. Botninn er hvelfdur niður. Þverm. neðst um 38 sm., en uppi við barmana, sem ganga nokkuð saman, svo að stallur kemur á, um 49 sm., h. um 25 sm. Efnisþyktin um 0,1 sm. Hefir tilheyrt langömmu og ömmu seljandans, frú Cathincu Sigfússon í Reykja- vík. Sennilega danskur og frá byrjun síðustu aldar. 6772. 24/i2 Púnsbolli úr leir, gleraður utan og með grænleitum og gulleitum lit. Lok er á og halda upp úr, en bollinn er að lögun og lit gerður í líkingu við stórt grasker og er haldan stilkurinn. Afast fat hefir verið undir, en það er nú alt af nema miðhlutinn. Hæð undir lok 21 5, erx alls 33 sm.; þverm. mest um 26 sm. Mun vera danskur og frá síðari hluta 18. aldar. Hefir tilheyrt Ólafi stift- amtmanni Stefánssyni og síðast Grími Thomsen á Bessa- stöðum. 6773.I-II29/ia Frú Kristíana Hafstein, Reykjavík: Utsaumur, nokkrir bútar úr dökkbláum vefnaði, útsaumaðir með blómstur- saum, tvenns konar uppdráttur og mun þetta vera leifar af 1 eða 2 samfellum, en hefir síðar verið aukið saman og haft fyrir söðullauf. Siðast var gerður úr því dúk- ur. Af annari gerðinni eru bútarnir samtals 205 sm. að 1., en af hinni 85 srn. (svuntan?). Líklega frá 18. öld. 6774. 3,/12 Sveinn Árnason, Stóra-Moshvoli (afh.): KjálJcabrot úr manni, af viustra kjálka með 5 tönnum mjög slitnum. Beinið mjög eytt af fúa. 6775. — Sami: Axarblað úr járni, vantar af augað, 1. niður frá auga 12,3 sm., br. uppi við auga 4 sm., en um egg virðist hún hafa verið um 13 sm.; vantar af aftari hyrnunni. Ákafiega ryðbrunnin. Fanst með nr. 6774 og 6776. Lögunin virðist hafa verið lík og á nr. 5549. Sbr. 0. Rygh, Norske Oldsager, nr. 555,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.