Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 1
Grundar-stólar.
Haustið 1843 sendi Olafur trjesmiður Briem, Gunnlögsson Briems
sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu, bóndi á Grund í Eyjafirði, Finai pró-
fessor Magnússyni í Kaupmannahöfn 2 gamla, útskorna stóla, ásamt
öðru fleira, er Ólafur hafði keypt á uppboði, sem haldið hafði verið
á ým8um gömlum munum tilheyrandi Grundar-kirkju. — Forngripa-
8afnið var þá ekki stofnað enn og sendu ýmsir menn á íslandi, sem
áhuga höfðu á að vernda gamla hluti, ýmsa jarðfundna forngripi,
kirkjugripi forna o. ti. til Fornritafjelagsina (Det kongelige nordiske
Oldskriftselskab), eða fornmenjasafnsins (Oldnordisk Muaeum, nú
Nationalmuseets danske Samling) í Kaupmannahöfn, eða þá til Finns
prófessors Magnússonar, sem mun hafa lagt nokkra stund á að út-
vega því safni islenska forngripi. Hann afhenti safninu þegar stóla
þessa frá Grund, ],jet draga upp og prenta myndir af þeim ásamt
skýrslu um þá í tímariti Fornritafjelagsins, Antiquarislc Tidsslcrift
1843—1845, bls. 57 o. s. frv., og myndirnar á I. og II. myndabl.
Þessar myndir eru greinilegar og allrjettar; þær fylgja nú með at-
hugasemdum þessum og sýna betur en gjört verður með lýsingum
einum alla lögun og útskurð stólanna. í bók sinni Runehallen i
det danske oldnordiske museum (Khöfn 1868; bls. 18—21) skýrði próf.
(>eorge Stephens frá áletrununum á stólunum, nær fullkomlega rjett.
— Verður ekki hjer farið út í að benda nákvæmlega á hverja villu
fyrir sig í ritgerðum þessum; geta þeir, sem það vilja, gert það við
samanburð. Stólarnir eru mjög áþekkir hvor öðrum að efni, lögun og
allri gerð, og eru svipaðir öðrum gömlum íslenskum stólum, sem nú
eru í Þjóðmenjasafninu, en einkum þó Drariastaða-stólnum, sem er
frá 16. öldinni (nr. 443)'). Þeir eru misstórir. Annar er með tölu-
merkinu 7726, sá stærri, en hinn 7727. Stærðin sjest ekki af mynd-
unum, en nokkur mál sýna hana:
') Sbr. Skýrslu um Forngri. II, bh. 49, og Arb. fornl.fjel. 1897, bls. 43-44
meO mynd.