Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 6
6 röð) og aftan á efri bakslána, niður undan holum, sem eru í rönd- inni á henni að ofan og einhver smátypþi, sem nú vanta, hafa verið i: rtrmnH sem einnig er upphaf stafrófsins, en eyða er fyrir Slárnar á endunum eru og merktar við afturstólpana, /j og að ofan, en | og ■(■ að neðan, /j og | hægra megin, R og | vinstra megin. Þessi merki eru ef til vill valin í vissum tilgangi sem brátt skal vikið að. Á hinum stólnum (frúarstólnum) eru og merktar sam- an rimarnar og neðri bakfjölin með rúnunum f*), Y h> /l> °S efra bandið í bakhliðinni við vinstra bakstólpa með /j, og miðfjalirnar við bakböndin með f- og V, en ekki virðist neitt sjerstakt verða ráðið af þeim merkjum. Loks skal tilgreind rúnaáletrunin efst á bakinu á þessum síðast nefnda stól, sú er fyr var getið, og er hún svo: Tflo — TRfl — Mtn - - ÞAT - — +K — Þ+K+ — 4IHT — — KTT Þ- e- Hústrú Þórunn á stólen, en Benedictt Narfa; meira hefir ekki komist fyrir, svo sem til var hagað, og vantar sennilega: son gerðe liann, eða því um líkt. Finni Magnússyni skjátlaðist undarlega í skýringu þessarar einföldu áletranar, en Jón Sigurðsson sá og Ijet í Ijósi1 2 3), að sú hústrú Þórunn, sem hjer er nefnd er hin þjóðkunna höfðingskona með því nafni á Grund í Eyjafirði, dóttir Jóns byskups Arasonar. Dr. Kálund hefir í ísl.lýs. sinni4) og ritgerð sinni um ísl. forngripi5) fallist algerlega á þetta og bent á að í eignaskrá Grundar-kirkju frá 1613 (í Árnasafni 272 4to) eru nefnd- ir meðal eigna kirkjunnar þá »stolar 3 skornir«, og ætlar að 2 þeirra þriggja sjeu þessir, sem hjer er um að ræða, og að þeir hafi ekki verið orðnir eign kirkjunnar 1461, þar eð í eignaskrá kirkjunnar frá því ári er nefndur að eins »einn stolU. Finnur Magnússon áleit að stólarnir væru mjög gamlir (frá 14. öld?), en nafnið, sem hann hjelt vera nafn Þórunnar Benediktsdóttur á Möðruvöllum (um 1600), áleit hann skorið á síðar. Þeir Jón Sigurðsson og dr. Kálund full- yrða ekki um aldur stólanna, en þó virðist Kálund álíta af áletrun- inni um »hústrú Þórunni« að stólarnir sjeu frá siðaskiftatímanum. Eins og áður var tekið fram eru stólar þessir líkir Draflastaða- stólnum, sem með vissu er frá 16. öld; útskurðurinn á þeim er ekki 1) I fremstn rúninni er einnig kvistur nppávið vinstra megin að neðan, en það merki er ekki til. I 3. rún er kvistnr vinstra megin út frá miðju nppávið. 2) Hjer er rún þessi einnig með kvisti uppávið vinstra megin að neðan. 3) I aths. neðanmáls á bls. 63 í Skýrsln um Forngrs. Isl. I. 4) Isl. beskr. II, bls, 114 aths. 5) í A&rb, f. n. Oldkb., bls. 92-93,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.