Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 17
G850. 6851. 6852. 6853. It er ferstrent typpi með stóru gati; 1. 8,8 sm., br. 4,7—5,4 og þ. 2 sm. Járnkólfur hangir í járnkeng. Efnisþykt- in er um miðju 6 mm. Frágangur allur fremur óvand- aður. Klukkan er að öllu leyti mjög fornleg og varla yngri en frá 13. öld. Hún er frá Sauðiauksdalskirkju. 10/o Grindavíkur-kirkja: Hökull úr rauðu og rósþryktu ílosi, fóðraður með mórauðu ljerefti. Hvitleitur silki- kross með gi’ænum bekk, rósofinn, er á bakinu. L. bakhluta eftir miðju 81 sm , br. 50 sm. Brjósthluti er eftir miðju 70 sm. að 1.; br. 51—60 sm. Líklega frá 17. öld. Orðinn mjög skemdur og er bættur, m. a. innan á bakhlutanum, fóðrið, með þryktu ljerefti, lík- lega parti úr altarisdúk, sem á er margskonar mynda- skraut, englar, blóm o. fl. Er nú hneptur á vinstri öxl, en hefir í fyrstu verið heill á herðum. — Sama kirkja: Hökull úr rauöu flosi, sem nú er orðið bleikt, fóðraður með bláköflóttu hörljerefti, bættur mjög að neðan á bakhluta. Móbrúnn floskross er á baki og rósaborðar ljósleitir á jöðrum hans og alis hökulsins. Á brjósthluta ersaumað: ANNO — .1. H. S. — 1779. L. bakhluta 92 sm. í miðju og br. 42,5—51 cm., en 1. brjósthluta er 68 sm. í miðju og br. 42,5—51 cm. Krækt á vinstri-öxl. — Sama kirkja: Altarisdúkur, samansaumaður úr þykk- um ullardúk, rauðum, og er hann bryddur rauðu kanta- bandi, nema að framan, þar er saumuð við hann blá flujelsbrún með bláu kögri og er hún eldri; 1. 106 og br. 12,5 sm. án kögurs, en dúkurinn er 113,5 sm. að 1. og 75 að br. Orðinn gamall, líklega frá 18. öld seint, og skemdur af mús og mel. — Jón Hallgrímsson, kaupmaður i Reykjavík: Myndablöð, 5 að tölu, um 31,5X20,5 sm. að stærð hvert; eru á þeim annars vegar myndir af mönnum, dýrum og skipum o. fl., dregnar upp með penna og bleki, og bornir .ýmsir litii í; en hins vegar er skrifað mál, íslenska, skrifuð með fljótaskrift, líklega heldur snemma á 18. öld. Er það ilt aflestrar sökum rotnunar og og óhreininda á blöðunum Myndirnar virðast yngri og þó frá 18. öld. Á einu blaðinu eru margar myndir af fólki við heyskap. Eru búningar sýndir allglögt;

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.