Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 19
lð kúlumyndaður, um 1,8 sm. að þykt, en hefir beyglast nokkuð saman, og 3,2 sm. að þverm. Ilann er allur grafinn og gagnskorinn, eru á honum 4 blóm. Meðal- kaflinn er breyttur, en neðst á -horrúm er þó uppruna- legt verk og gengur hann niður á totu upp af stjett- inni; eru þar mynduð 4 vargshöfuð grafin og bogar á milli. Er hann hjer 1,6 sm. að þverm. Upp undir hausana liggja grafnir bekkir með rómönskum grein- um upp alla stjettina. Á milli þeirra eru drifnar, grafn- ar og gagnskornar kringlur með fuglamyndum, 2, og aðrar tvær með drekamynd. Stjettin er að þverm. neðst 8,6 — 8,7 sm — Neðst á hana hefir verið grafið (á 16. öldinni): 9 5aíiz (þ. e. 4 dalir). Kaleikur þessi er að mörgu leyti líkur kaleiknum frá Ási í Holtum, nr. 6236, og öðrum frá Kálfafelli í Fljótshverfi, sem nú er og til safnsins kominn, en er ekki tölumerktur enn þá. Ennfr. er einn líkur kaleikur á South-Kensington- safninu í Lundúnum, sjá rnynd af honum i bók Harry Fetts, Norges kirker i middelalderen, Kr.a 1909. bls. 46. Þá er 0g sá fimti i þjóðmenjasafninu (Nationalmuaeet), 2. deild, í Kaupmannahöfn; er hann með tölum. 9747; frá Svalbarðs-kirkju (Aarb. 1906, s. 84, nmgr. 3.). Er mynd af honum í Aarsberetning 1910, bls. 9. Allir þessir 5 kaleíkar, sem eru hver öðrum mjög líkir, munu vera frá 12. öld. — Auk þeirra eru enn til aðr- ir kaleikar í rómönskum stíl hjer og hjeðan komnir. — Kaleikurinn er 192 gr. að þyngd. — Patinan er 11,8 sm að þverm. og 0,7 sm. að hæð; barmarnir 1,7 sm að br., botninn nær flatur. öll heldur ójöfn, og virðist ekki svo vönduð sem kaleikurinn. Á hana miðja er grafin hönd blessandi (,dextera domini') og myndaður 0,8 sm. breiður bekkur umhverfis með 4 sammiðja hringum. Patinan er 75 gr. að þyngd. Hún virðist forn 0g rómönsk að gerð, en er þó líklega yngri en kaleikurinn. — Þessi heilögu ker eru frá Fitja- kirkju í Skorradal 6860. 16/6 Pútt Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpí með ritföngum o, fl. 1 Það er fremur nýlegt, smíðað úr furu og málað ijósrautt að utan. Stærð 32X32,5 8m > 10>5—14,5 sm. Með loki á hjörum, skrá fyrir og skúffu innaní. í púltinu eru þessir munir: 1. Seðlaveski úr sútuðu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.