Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 25
&5 hvoru megin; annars vegar: heidur (og?)t hins vegar! lueku | hlu íslenst; líklega frá 17. öld. Fanst í þúfu í túninu í Hvammi 6902-12. ,0/7 Fornmenjavörður (afh); Auðhrekkufundur, leifar af 11 manna beinagrindum, sem komu upp við-fjárhúsbygg- ingu rjett fyrir norðaustan bæinn í Auðbrekku i Hörg- árdal í júní s. á. Beinin eru í einum kassa, ruglað saman og verða ekki aðgreind með fullri vissu að svo stöddu. Eru sum mjög eydd af rotnun. Þau eru úr kristinna manna grafreit frá miðöldunum, kirkjugarði þeirrar kirkju, er í katólskum sið var í Auðbrekku, að minsta kosti á 13.—15. öld Sbr. ennfr. skýrslu sjera Jónasar Jónassonar, sem fenginn var til að fara og at- huga fundinn. Hún hjóðar svo: »Skamt eitt — 10—15 faðma — norðaustur frá bænum í Auðbrekku stóð fjárhús eitt á hól einum, og dálítil hevtótt innaf. I júnimánuði 1915 átti að byggja annað fjárhús sunnan við þetta og lengja tóttina að sama skapi. Var húsið talsvert grafið niður, og svo tóttin. Olli þvi landslagið. En þegar komið var hjer urn bil 2 ál. niður, þó tæplega, fóru mannabein að koma upp í greftinum. Fóru menn þá þegar að grafa gætilega og i'undu þar í jörðinni, hjer um bil á l8/., ál. dýpi bein af 8 mönnum. Öll voru þau fúin mjög, hryggír og rif, en útlimir og hausar voru mörg heil- leg. Þarna virtust vera bein af öllum aldri: þykkar og sterklegar karlmannakúpur raeð máðum jöxlum, en þó öllum heilum, og svo yngra fólki og börnum, bæði unglingsstúlku helst að sjá, og ein af ungbarni, sem var lögð við hlið á annari grind, rjett við brjóstsviðið, að þeir á Auðbrekku sögðu mjer. Alt var þetta rótað, en allar lágu grindurnar hjer um bil jafndjúpt, og allar rjett austur og vestur. Einni grindinni hafði ekkert verið rótað, áður en eg kom; skoðaði eg það því vand- lega. Beinin virtust vera af ungri stúlku, að því er ráða mátti af höfuðlaginu, tennur allar óslitnar og enda- jaxlar ókomnir upp. Hún lá beint frá austri til vesturs og hendur krosslagðar á brjósti. Svo voru bein bessi fúin, að þau ultu sundur er þau voru tekin upp. Utan um alla grindina var skraufþurt mosk — en annars var rauðleit leirmold í hólnum — líkast því sem vel

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.